Nú er hægt að kaupa notaðar eldhúsinnréttingar

Eldhúsframleiðandinn Multiform hefur sölu á notuðum eldhúsum.
Eldhúsframleiðandinn Multiform hefur sölu á notuðum eldhúsum. mbl.is/Multiform

Eldhúsframleiðandinn Multiform er sá fyrsti til að hefja sölu á notuðum eldhúsum – sem getur reynst mörgum ágætis sparnaðarráð ef velja skal hágæða hönnun.

Það mættu fleiri taka sér þetta til fyrirmyndar og sporna þannig við „kaupa nýtt og henda út“ kúltúrnum sem við getum öll tengt við. Eldhúsframleiðandinn er í hópi þeirra sem hanna eldhús sem endast svo áratugum skiptir og eru framleidd með umhverfið í huga – sem að er mikilvægt flestum okkar í dag. Fyrirtækið vill meina að þau hanni klassísk eldhús og þá eigi varan að endast lengur.

Samkvæmt forstjóra Multiform, Lars Bay-Smidt, þá er það fyrirtækinu afar hjartfólgið að eldhúsin þeirra fái að lifa sem lengst og verði þá ekki hent á haugana ef einhver er að fara skipta út heima hjá sér. Því margir vilja fjárfesta í hágæða eldhúsi en hafa kannski ekki ráð á að kaupa splúnkunýtt á meðan aðrir sjá hag sinn og umhverfisins í að kaupa notað eldhús.

Á heimasíðu Multiform HÉR má sjá þau eldhús sem eru nú þegar komin í endursölu ef einhverjir lesendur vilja forvitnast meira um ferlið.

mbl.is/Multiform
mbl.is/Multiform
mbl.is/Multiform
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka