Smíðaði kaffihús á þremur mánuðum

Heimilisfaðir í Kaliforníu smíðaði kaffihús í samkomubanni sem hefur hlotið …
Heimilisfaðir í Kaliforníu smíðaði kaffihús í samkomubanni sem hefur hlotið mikla athygli. mbl.is/Julianna Astrid

Ósköp venju­leg­ur fjöl­skyldufaðir fékk þá frá­bæru hug­mynd að byggja lítið kaffi­hús í garðinum – rétt eins og maður ger­ir þegar dag­legt eirðarleysi tek­ur við.

Ed Astrid varð að hafa eitt­hvað fyr­ir stafni í sam­komu­bann­inu – og eins og við sjálf þekkj­um til, þá voru verk­efn­in mis­jöfn sem við fund­um okk­ur að gera. Ein­hverj­ir tóku upp á því að prjóna eða sort­era fjöl­skyldu­mynd­irn­ar í tölv­unni, á meðan Ed tók þetta skref­inu lengra í smíðavinnu. Við erum að sjá sann­kallað hip­ster kaffi­hús af bestu gerð. En Ed er bú­sett­ur í Orange County í Kali­forn­íu og notaði timb­urrest­ar sem hann átti til í verkið.

Litla kaffi­húsið hef­ur hlotið nafnið La Vida, sem þýðir „líf“ á spænsku og hægt er að sitja bæði inni og úti á kaffi­hús­inu. Ju­li­anna dótt­ir Ed, birti mynd­ir af smíðaverki föður síns á Twitter við ótrú­leg­ar und­ir­tekt­ir og það leið ekki á löngu þar til kaffifram­leiðend­ur höfðu sam­band og vildu styrkja kaffi­húsið með vör­um.

Ju­li­anna sagði í sam­tali að faðir henn­ar væri ótrú­lega fær smiður og elsk­ar fátt meira en góðan kaffi­bolla og kósí stemn­ingu. Hann hafi því ákveðið að byggja þetta hús í bak­g­arðinum fyr­ir fjöl­skyld­una og vini sem koma í heim­sókn. Hún sagði jafn­framt að Ed væri svo ótrú­lega þakk­látt­ur fyr­ir öll þau hlýju orð sem hon­um hafi borist. Næst á dag­skrá er að búa til Youtu­be vi­deo til að sýna fólki hvernig best sé að byggja sælureit sem þetta.

Kaffihúsið fékk pláss í einu horninu í bakgarðinum.
Kaffi­húsið fékk pláss í einu horn­inu í bak­g­arðinum. mbl.is/​Ju­li­anna Astrid
Allt timbur og glugginn voru afgangsafurðir frá öðrum verkefnum.
Allt timb­ur og glugg­inn voru af­gangsaf­urðir frá öðrum verk­efn­um. mbl.is/​Ju­li­anna Astrid
Stemningin er góð á La Vida kaffihúsinu.
Stemn­ing­in er góð á La Vida kaffi­hús­inu. mbl.is/​Ju­li­anna Astrid
mbl.is/​Ju­li­anna Astrid
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert