Sláandi staðreyndir um kolvetni

Ný rannsókn sýnir fram á að kolvetni lengi lífið!
Ný rannsókn sýnir fram á að kolvetni lengi lífið! mbl.is/Colourbox

Við fáum oft að heyra að græn­meti og ávext­ir séu það besta fyr­ir okk­ur, enda full af víta­mín­um og andoxun­ar­efn­um sem lík­am­inn kall­ar á. En ný rann­sókn hef­ur sýnt fram á að kol­vetni auka lífs­lík­ur.

Lítrík­ur mat­ur þykir betri en húðlitað pasta og brauð. Sam­kvæmt nýrri rann­sókn eru þessi mat­væli tal­in auka lífs­lík­urn­ar – sem eru góðar frétt­ir fyr­ir kol­vetn­isþyrsta ein­stak­linga. Rann­sókn­in var birt í tíma­rit­inu JAMA In­ternal Medic­ine þar sem 416.104 karl­ar og kon­ur tóku þátt í rann­sókn­inni sem varði í heil 16 ár. Að meðaltali fengu þátt­tak­end­ur 15% af dag­legri orku úr prótein­um, 40% úr plönt­um og 60% voru kjöt­prótein – ásamt 19% úr mjólk­ur­vör­um.

Í ljós kom að þeir sem borðuðu plöntu­prótein tengd­ust minni lík­um á að deyja og voru jafn­framt laus­ir við hjarta- og æðasjúk­dóma. Enn frem­ur var sýnt fram á að fyrr­greint tengd­ist því sér­stak­lega þegar fólk borðaði brauð, morgun­korn og pasta (allt þetta góða) frek­ar en kjöt og egg. Eins voru 24% þeirra karl­manna sem skiptu út eggj­um fyr­ir plöntu­prótein í minni hættu á að deyja og að sama skapi um 21% kvenna. Þegar kjöti var skipt út lækkaði tal­an niður í 13% og 15%. Í rann­sókn­inni var tekið til­lit til mis­mun­andi lífs­stíls fólks sem gæti haft áhrif á heilsu þátt­tak­enda – t.d. reyk­inga, syk­ur­sýki, notk­un­ar víta­mína o.s.frv.

Teymið á bak við rann­sókn­ina seg­ir niður­stöðurn­ar gefa vís­bend­ing­ar um að það að breyta um mataræði geti haft áhrif á heilsu og lífs­lík­ur. Rann­sókn­in styður einnig fyrri rann­sókn­ir sem hafa kom­ist að því að það að skipta út prótein­um með ákveðnum kol­vetn­um bæti blóðþrýst­ing og fitu- og syk­ur­magn í blóði. Þetta eru mjög góðar frétt­ir sem ef­laust marg­ir hafa beðið eft­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert