Sláandi staðreyndir um kolvetni

Ný rannsókn sýnir fram á að kolvetni lengi lífið!
Ný rannsókn sýnir fram á að kolvetni lengi lífið! mbl.is/Colourbox

Við fáum oft að heyra að grænmeti og ávextir séu það besta fyrir okkur, enda full af vítamínum og andoxunarefnum sem líkaminn kallar á. En ný rannsókn hefur sýnt fram á að kolvetni auka lífslíkur.

Lítríkur matur þykir betri en húðlitað pasta og brauð. Samkvæmt nýrri rannsókn eru þessi matvæli talin auka lífslíkurnar – sem eru góðar fréttir fyrir kolvetnisþyrsta einstaklinga. Rannsóknin var birt í tímaritinu JAMA Internal Medicine þar sem 416.104 karlar og konur tóku þátt í rannsókninni sem varði í heil 16 ár. Að meðaltali fengu þátttakendur 15% af daglegri orku úr próteinum, 40% úr plöntum og 60% voru kjötprótein – ásamt 19% úr mjólkurvörum.

Í ljós kom að þeir sem borðuðu plöntuprótein tengdust minni líkum á að deyja og voru jafnframt lausir við hjarta- og æðasjúkdóma. Enn fremur var sýnt fram á að fyrrgreint tengdist því sérstaklega þegar fólk borðaði brauð, morgunkorn og pasta (allt þetta góða) frekar en kjöt og egg. Eins voru 24% þeirra karlmanna sem skiptu út eggjum fyrir plöntuprótein í minni hættu á að deyja og að sama skapi um 21% kvenna. Þegar kjöti var skipt út lækkaði talan niður í 13% og 15%. Í rannsókninni var tekið tillit til mismunandi lífsstíls fólks sem gæti haft áhrif á heilsu þátttakenda – t.d. reykinga, sykursýki, notkunar vítamína o.s.frv.

Teymið á bak við rannsóknina segir niðurstöðurnar gefa vísbendingar um að það að breyta um mataræði geti haft áhrif á heilsu og lífslíkur. Rannsóknin styður einnig fyrri rannsóknir sem hafa komist að því að það að skipta út próteinum með ákveðnum kolvetnum bæti blóðþrýsting og fitu- og sykurmagn í blóði. Þetta eru mjög góðar fréttir sem eflaust margir hafa beðið eftir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert