Himneskt humarpasta sem gerir allt vitlaust

Sjúklega girnilegt humarpasta með haug af parmesan osti.
Sjúklega girnilegt humarpasta með haug af parmesan osti. mbl.is/Snorri Guðmundsson

Hér er á ferðinni einn sá allra besti pasta­rétt­ur sem hef­ur komið úr eld­hús­inu hjá mér og þeir hafa sko verið ansi marg­ir yfir tíðina,“ seg­ir Snorri Guðmunds um þessa girni­legu pasta­upp­skrift.

Hann Snorri er sko alls eng­inn nýgræðing­ur í eld­hús­inu og býður hér upp á hvít­lauks­steikt­an hum­ar í mildri rjóma- og hvít­vínslagaðri pastasósu með ristuðum pan­kór­a­spi og nógu af par­mes­an. Hann seg­ist nota spaghetti frá Tariello í þenn­an rétt, en það er ör­lítið þykk­ara en annað sam­bæri­legt.

Him­neskt humarp­asta sem ger­ir allt vit­laust

Vista Prenta

Him­neskt humarp­asta með ristuðum pan­kór­a­spi (fyr­ir 3-4)

  • 450 g hum­ar
  • 300 g spaghetti, Tariello, fæst í Mela­búðinni
  • 100 g lauk­ur
  • 3 hvít­lauksrif
  • 1 sítr­óna
  • 400 g San Marzano-tóm­at­ar, fást í Mela­búðinni
  • 30 ml tóm­at­púrra
  • 1 msk ít­alskt sjáv­ar­réttakrydd, Pottagaldr­ar
  • 1 dl hvít­vín
  • 0,5 dl rjómi
  • 1 dl Pan­kó-brauðrasp­ur
  • ½ fiski­ten­ing­ur, Knorr
  • ½ tóm­at- & jurta­ten­ing­ur, Kallo
  • 30 g par­mes­an
  • 20 g stein­selja

Aðferð:

  1. Affrystið og þerrið hum­ar.
  2. Setjið ríf­legt magn af vatni í pott með smá salti og náið upp suðu.
  3. Ristið pan­kóbrauðrasp á heitri pönnu með smá olíu þar til raspur­inn er far­inn að taka gyllt­an lit. Pressið hvít­lauksrif sam­an við og ristið áfram í stutta stund þar til all­ur raspur­inn er fal­lega gylllt­ur en hrærið vel í á meðan svo ekk­ert brenni. Smakkið til með salti.
  4. Saxið lauk nokkuð smátt.
  5. Steikið humar­inn upp úr smjöri og 1 pressuðu hvít­lauksrifi í 2-3 mín eða þar til hann er rétt svo eldaður í gegn. Færið humar­inn á disk og hyljið með álp­app­ír.
  6. Hitið smá olíu í steypu­járn­spotti eða stórri pönnu og steikið saxaðan lauk við miðlungs­hita þar til hann er glær og mjúk­ur. Pressið hvít­lauksrif í pott­inn og steikið áfram í 1 mín.
  7. Bætið tóm­at­púrru út í pott­inn og steikið í nokkr­ar mín.
  8. Hækkið hit­ann á pott­in­um og bætið hvít­víni út í. Látið vínið sjóða niður um helm­ing.
  9. Kremjið tóm­at­ana á milli fingra og bætið út í pott­inn ásamt vökv­an­um úr dós­inni. Bætið rjóma, ít­ölsku sjáv­ar­réttakryddi, 1/​2 fiski­ten­ingi og 1/​2 tóm­at- & jurta­ten­ingi út í pott­inn. Látið sós­una malla und­ir loki á meðan spaghetti er soðið.
  10. Sjóðið spaghetti eft­ir leiðbein­ing­um á pakka.
  11. Saxið stein­selju smátt og rífið helm­ing­inn af par­mesanost­in­um sam­an við sós­una og bætið við smjörklípu. Smakkið til með salti ef þarf.
  12. Sigtið vatnið frá spaghettí­inu og bætið út í pott­inn og veltið upp úr sós­unni.
  13. Blandið humr­in­um ásamt vökv­an­um af disk­in­um og stein­selju sam­an við spaghettíið og sós­una í pott­in­um og rífið af­gang­inn af par­mesanost­in­um yfir.
  14. Rífið sítr­ónu­börk yfir rétt­inn (var­ist að taka hvíta und­ir­lagið með) og berið fram með ristuðum pan­kó og góðu brauði.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert