Háleynilegri uppskrift Ben & Jerry‘s deilt á netinu

Hrátt kökudeig er í uppáhaldi margra - og hér færðu …
Hrátt kökudeig er í uppáhaldi margra - og hér færðu uppskriftina frá ísframleiðandanum Ben & Jerry's. mbl.is/benjerrys.com

Upp­skrift­in að hráa köku­deig­inu sem all­ir köku­unn­end­ur elska frá ís­fram­leiðand­an­um Ben & Jerry‘s, hef­ur verið af­hjúpuð. Deigið inni­held­ur eng­in egg og þú mátt borða það beint úr ís­skápn­um – en það geym­ist í viku í kæli eða allt að sex mánuði í frysti.

Ísfram­leiðand­inn deil­ir upp­skrift­inni á heimasíðu sinni og gef­ur okk­ur mynd­band með. 

Há­leyni­legri upp­skrift Ben & Jerry‘s deilt á net­inu

Vista Prenta

Ben & Jerry‘s deila leyndri köku­deigs upp­skrift

  • 8 msk. ósaltað smjör, við stofu­hita
  • 1 bolli púður­syk­ur
  • 2 msk. rjómi
  • 1 msk. vanillu­drop­ar
  • ½ tsk. kos­her salt
  • 1 bolli hveiti
  • ½ bolli súkkulaðidrop­ar

Aðferð:

  1. Takið öll hrá­efn­in sam­an.
  2. Fyrst af öllu skaltu hita hveitið til að ganga úr skugga um að óhætt sé að borða það. Ómeðhöndlað hveiti get­ur verið mengað og ekki það besta fyr­ir mag­ann ef svo er. Settu hveitið í skál og inn í ör­bylgju­ofn á háan hita. Stoppið á 30 sek­úndna fresti og hrærið vel í og notið hita­mæli til að mæla hveitið. En hveitið á að ná 73°.
  3. Hrærð sam­an smjöri og sykri þar til létt og loft­kennt. Bætið þá vanillu­drop­um, rjóma og salti sam­an við. Því næst kem­ur hveitið út í og öllu hrært sam­an.
  4. Bætið súkkulaðidrop­um út í deigið.
  5. Notið ís­skeið til að búa til litl­ar kúl­ur og geymið í loft­tæmdu boxi inn í ís­skáp.




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka