Sjúklegir humarhalar með parmesanhjúp

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Þegar Berg­lind Hreiðars á Gotteri.is eld­ar hum­ar þá vit­um við að það er al­vöru veisla í gangi. Upp­skrift­in er al­gjör­lega geggjuð og um leið skemmti­legt til­brigði við hið hefðbunda (en frá­bæra) hvít­laukss­mjör.

„Á þessu heim­ili elska all­ir hum­ar, því er erfitt að áætla magn því ég hugsa það yrði borðað upp til agna, sama hversu mikið það væri! Við erum fimm í fjöl­skyldu og þegar við ger­um humar­veislu sem ein­ung­is sam­an­stend­ur af humri not­um við yf­ir­leitt um tvö kíló. Ef það myndi fara svo að það yrði af­gang­ur þá er mjög sniðugt að gera humarp­izzu dag­inn eft­ir með rest­inni.

Það er hins veg­ar ekk­ert grín að út­vega sér hum­ar nú til dags þar sem humarstofn­inn við Ísland er að mér skilst hrun­inn að mestu. Mér var bent á að hægt væri að kaupa ýms­ar stærðir af humri hjá 101 Sea­food og mikið sem ég var glöð þegar ég sá þessa aðgengi­legu síðu. Ég valdi þá stærð af humri sem hentaði og pantaði, ekki mikið flókið. Ekki skemmdi síðan fyr­ir að þeir keyrðu humar­inn heim að dyr­um í fram­hald­inu," seg­ir Berg­lind."

Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir

Sjúklegir humarhalar með parmesanhjúp

Vista Prenta

Hum­ar með par­mes­an­hjúp

Fyr­ir um 2-3 manns

Hum­ar

  • 800 g humar­hal­ar frá 101 Sea­food (29-34 í öskju)
  • 150 g bráðið smjör
  • 3 rif­in hvít­lauksrif
  • 2 msk. söxuð stein­selja
  • Salt og pip­ar

Aðferð:

  1. Kljúfið humar­hal­ana á meðan þeir eru hálf­frosn­ir, hreinsið, þerrið og leggið þá í ofnskúffu. Saltið og piprið.
  2. Hrærið sam­an smjöri, hvít­lauk og stein­selju og penslið yfir humar­inn áður en par­mes­an­hjúp­ur­inn er sett­ur ofan á.
  3. Geymið rest­ina af smjör­blönd­unni til þess að bera fram með humr­in­um, þá get­ur hver og einn skammtað sér að vild.

Par­mes­an­hjúp­ur

  • 100 g brauðrasp
  • 40 g rif­inn par­mesanost­ur
  • 150 g brætt smjör
  • 2 msk. sítr­ónusafi
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Blandið öllu sam­an í skál með hönd­un­um þar til brauðraspið drekk­ur smjörið og vökv­ann í sig.
  2. Setjið par­mes­an­blöndu yfir hvern humar­hala og bakið í 225°C heit­um ofni í um 7-9 mín­út­ur (eft­ir stærð humar­hal­anna). Gott er að setja grillið á síðustu 2-3 mín­út­urn­ar til þess að fá stökk­an og fal­leg­an par­mes­an­hjúp.

Gott er að bera humar­inn fram með kletta­sal­ati, feta­osti, hvít­lauks­brauði og sítr­ónusneiðum.

Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert