Svona losar þú klístrað deig af fingrunum

Það getur reynst hvimleitt að losa klístrað deig af fingrunum.
Það getur reynst hvimleitt að losa klístrað deig af fingrunum. mbl.is/Colourbox

Það jafn­ast fátt við heima­bakað brauð og boll­ur – en klístraðir fing­ur sem bakstr­in­um fylgja eru síður spenn­andi. Sama hversu vel þú þværð hend­urn­ar, þá virðist alltaf eitt­hvað af deig­inu sitja eft­ir. Og við vilj­um síður en svo vera með hálf fituga putta og skilja eft­ir för út um alla íbúð.

Maður hefði haldið að handsápa væri nóg í þessu til­viki en reynsl­an hef­ur sýnt okk­ur fram á að svo er ekki raun­in. En ef þú drekk­ur kaffi, þá skaltu geyma kaffimulið sem þú ann­ars hend­ir í ruslið, því hér kem­ur það að góðum not­um. Nuddaðu hend­urn­ar með kaff­inu og sápu og deigið mun renna af fingr­un­um. Kaffið virk­ar eins og hálf­gerður skrúbb­ur sem fjar­læg­ir allt. Og hend­urn­ar munu á eft­ir anga eins og kaffi – sem er kannski ekki það versta sem gæti gerst?

Þessi er tekur málin í sínar hendur og sleikir deigið …
Þessi er tek­ur mál­in í sín­ar hend­ur og sleik­ir deigið af fingr­un­um. mbl.is/​Colour­box
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert