Svona reddar þú lélegu rauðvíni

Það er lítið mál að betrumbæta lélegt rauðvín - svo …
Það er lítið mál að betrumbæta lélegt rauðvín - svo lengi sem þú átt til púrtvín í skápunum. mbl.is/Colourbox

Stund­um er rauðvínið sem við kaup­um ekki að stand­ast vænt­ing­ar, eða þú ert  með flösku sem hef­ur staðið opin of lengi og smakk­ast ekki sem skildi. Hér er ráð til að „rétta af“ lé­legt rauðvín!

Til að hressa upp á dauft rauðvín skaltu hella 1/​10 af púrt­víni sam­an við rauðvínið. Það gef­ur vín­inu meiri fyll­ingu og sætu – og mörg­um finnst vínið verða með því betra sem hef­ur smakk­ast. Þú munt fá al­veg nýtt vín með þess­ari blöndu sem þú skalt alls ekki vera óhrædd/​ur við að prófa. 

Ef þú kaup­ir rauðvíns­belju eða flösku sem lít­ur út fyr­ir að vera mjög ódýr og átt von á gest­um - þá skaltu um­hella vín­inu í karöflu, því oft­ar en ekki er það út­litið sem fólk byrj­ar á því að dæma, frek­ar en inni­haldið. Vín í karöflu mun alltaf setja vínið einu sæti hærra.

mbl.is/​Colour­box
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert