Það er stórskemmtilegt að sjá hvernig veitingastaðir halda í tveggja metra regluna til að halda veitingastöðunum sínum opnum og virða allar reglur sem settar hafa verið. Hér eru nokkrar myndir utan úr heimi, þar sem stemningin er aðeins öðruvísi en hér á landi.
Fiskveitingastaður í Maryland Bandaríkjunum, biður gestina sína um að klæðast gúmmíhring á hjólum með áföstu borði. Gestir staðarins mæla með því að fara á klósettið áður en þú „sest til borðs“.
mbl.is/Fish Tales
Burger King á Ítalíu fann upp á hamborgara sem heldur öðrum í hæfilegri fjarlægð. Því á borgaranum er þrefaldur skammtur af lauk, svo að enginn mun vilja vera nálægt þér eftir að hafa borðað hann.
mbl.is/Burger King Italy
Á breskum pöbb tekur þessi rafmagnsgirðing á móti þér. Hún er þó ekki í sambandi en fær fólk til að passa sig samkvæmt eiganda staðarins.
mbl.is/Star Inn