Hér erum við með algjörlega ómótstæðilega bleikju úr smiðju Berglindar Hreiðars á Gotteri.is.
Ómótstæðileg bleikja í sparifötunum
Ofnbökuð bleikja í sparifötunum
Fyrir um 5-6 manns
Bleikja og bakaður aspas
- 3 bleikjuflök (um 900 g)
- 1 búnt ferskur aspas
- 130 g brauðrasp
- 60 g rifinn Goðdala Reykir ostur
- 1 msk. saxað timian
- 1 msk. söxuð steinselja
- 2 rifnir hvítlauksgeirar
- 100 g brætt smjör
- Olía, salt og pipar
- Sítrónubátar
Aðferð:
- Penslið bæði bleikjuflökin og aspasinn með ólífuolíu, saltið, piprið og leggið á bökunarpappír í ofnskúffu (ég notaði tvær skúffur, aðra fyrir fisk og hina fyrir aspas).
- Hitið ofninn í 200°C og útbúið brauðraspinn á meðan.
- Blandið brauðrasp, rifnum osti, kryddum, hvítlauk og bræddu smjöri saman í skál með höndunum þar til brauðraspurinn hefur drukkið í sig smjörið.
- Skiptið blöndunni þá jafnt yfir bleikjuflökin og restinni yfir aspasinn.
- Spreyið með matarolíuspreyi og bakið í heitum ofninum í um 15-20 mínútur.
Kartöflur
- 3 stórar bökunarkartöflur
- Salt, pipar, hvítlauksduft, timian
- Ólífuolía
Aðferð:
- Flysjið kartöflurnar og skerið í litla teninga (um 1 x 1 sm)
- Steikið þær upp úr vel af olíu á meðalheitri pönnu í um 30 mínútur eða þar til þær eru mjúkar í gegn. Gott að krydda þær til eftir smekk og snúa reglulega til að þær festist ekki við pönnuna, bætið við olíu ef þurfa þykir.
Köld sósa
- 1 dós 18% sýrður rjómi frá Gott í matinn
- Safi úr ½ límónu
- 2 msk. saxaður kóríander
- 1 rifið hvítlauksrif
Aðferð:
- Allt sett saman í skál og hrært saman, borið fram með fiskinum.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir