Ómótstæðileg bleikja í sparifötunum

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Hér erum við með al­gjör­lega ómót­stæðilega bleikju úr smiðju Berg­lind­ar Hreiðars á Gotteri.is.

 

Ómót­stæðileg bleikja í spari­föt­un­um

Vista Prenta

Ofn­bökuð bleikja í spari­föt­un­um

Fyr­ir um 5-6 manns

Bleikja og bakaður asp­as

  • 3 bleikju­flök (um 900 g)
  • 1 búnt fersk­ur asp­as
  • 130 g brauðrasp
  • 60 g rif­inn Goðdala Reyk­ir ost­ur
  • 1 msk. saxað tim­i­an
  • 1 msk. söxuð stein­selja
  • 2 rifn­ir hvít­lauks­geir­ar
  • 100 g brætt smjör
  • Olía, salt og pip­ar
  • Sítr­ónu­bát­ar

Aðferð:

  1. Penslið bæði bleikju­flök­in og asp­asinn með ólífu­olíu, saltið, piprið og leggið á bök­un­ar­papp­ír í ofnskúffu (ég notaði tvær skúff­ur, aðra fyr­ir fisk og hina fyr­ir asp­as).
  2. Hitið ofn­inn í 200°C og út­búið brauðraspinn á meðan.
  3. Blandið brauðrasp, rifn­um osti, krydd­um, hvít­lauk og bræddu smjöri sam­an í skál með hönd­un­um þar til brauðraspur­inn hef­ur drukkið í sig smjörið.
  4. Skiptið blönd­unni þá jafnt yfir bleikju­flök­in og rest­inni yfir asp­asinn.
  5. Spreyið með matarol­íu­spreyi og bakið í heit­um ofn­in­um í um 15-20 mín­út­ur.

Kart­öfl­ur

  • 3 stór­ar bök­un­ar­kart­öfl­ur
  • Salt, pip­ar, hvít­lauks­duft, tim­i­an
  • Ólífu­olía

Aðferð:

  1. Flysjið kart­öfl­urn­ar og skerið í litla ten­inga (um 1 x 1 sm)
  2. Steikið þær upp úr vel af olíu á meðal­heitri pönnu í um 30 mín­út­ur eða þar til þær eru mjúk­ar í gegn. Gott að krydda þær til eft­ir smekk og snúa reglu­lega til að þær fest­ist ekki við pönn­una, bætið við olíu ef þurfa þykir.

Köld sósa

  • 1 dós 18% sýrður rjómi frá Gott í mat­inn
  • Safi úr ½ límónu
  • 2 msk. saxaður kórí­and­er
  • 1 rifið hvít­lauksrif

Aðferð:

  1. Allt sett sam­an í skál og hrært sam­an, borið fram með fisk­in­um.
Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir
Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert