Kokteillinn sem sagður er hættulega góður

Þessi kokteill mun taka bragðlaukana í annan heim!
Þessi kokteill mun taka bragðlaukana í annan heim! mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Hild­ur Rut skál­ar við okk­ur í helgar­kokteil sem bragðast eins og sæl­gæti og seg­ir kokteil­inn hættu­lega góðan. Passoa, romm, trönu­berja­safi, klaki og tyrkisk pe­ber er mjög góð blanda að henn­ar sögn og við tök­um hana á orðinu!

Kokteill­inn sem sagður er hættu­lega góður

Vista Prenta

Helgar­kokteill­inn er eins og sæl­gæti (fyr­ir 1)

  • 3 cl Passoa
  • 3 cl romm (ég notaði Brugal blanco supremo)
  • 1 dl trönu­berja­safi
  • 2 dl mul­inn klaki
  • ½ poki Tyrkisk pe­ber-brjóstsyk­ur (dug­ar í nokkra kokteila)
  • ástríðuávöxt­ur (dug­ar í nokkra kokteila)

Aðferð:

  1. Byrjið á því að mylja tyrkisk pe­ber í mat­vinnslu­vél eða með því að setja í poka og renna köku­kefli yfir.
  2. Hellið brjóstsyk­ursmuln­ingn­um á disk og hellið vatni í skál. Skreytið glas með því að dýfa því fyrst í vatnið og láta það svo leka af í nokkr­ar sek­únd­ur. Dýfið svo glas­inu í brjóstsyk­ur­inn og þekið brún­ina á því með Tyrkisk pe­ber.
  3. Hellið passoa, rommi, trönu­berja­safa og klaka í kokteil­hrist­ara og hristið vel í ca 15 sek­únd­ur.
  4. Hellið í skreytta glasið og skreytið með einni sneið af ástríðuávexti.
mbl.is/​Hild­ur Rut Ingimars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert