Kokteillinn sem sagður er hættulega góður

Þessi kokteill mun taka bragðlaukana í annan heim!
Þessi kokteill mun taka bragðlaukana í annan heim! mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Hildur Rut skálar við okkur í helgarkokteil sem bragðast eins og sælgæti og segir kokteilinn hættulega góðan. Passoa, romm, trönuberjasafi, klaki og tyrkisk peber er mjög góð blanda að hennar sögn og við tökum hana á orðinu!

Helgarkokteillinn er eins og sælgæti (fyrir 1)

  • 3 cl Passoa
  • 3 cl romm (ég notaði Brugal blanco supremo)
  • 1 dl trönuberjasafi
  • 2 dl mulinn klaki
  • ½ poki Tyrkisk peber-brjóstsykur (dugar í nokkra kokteila)
  • ástríðuávöxtur (dugar í nokkra kokteila)

Aðferð:

  1. Byrjið á því að mylja tyrkisk peber í matvinnsluvél eða með því að setja í poka og renna kökukefli yfir.
  2. Hellið brjóstsykursmulningnum á disk og hellið vatni í skál. Skreytið glas með því að dýfa því fyrst í vatnið og láta það svo leka af í nokkrar sekúndur. Dýfið svo glasinu í brjóstsykurinn og þekið brúnina á því með Tyrkisk peber.
  3. Hellið passoa, rommi, trönuberjasafa og klaka í kokteilhristara og hristið vel í ca 15 sekúndur.
  4. Hellið í skreytta glasið og skreytið með einni sneið af ástríðuávexti.
mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka