Súrdeigspönnsur að hætti Jamies Olivers

Jamie Oliver býður okkur upp á súrdeigspönnukökur.
Jamie Oliver býður okkur upp á súrdeigspönnukökur. mbl.is/Instagram_Jamie Oliver

Aðdáendur Jamies Olivers hafa beðið kokkinn að deila með sér fleiri súrdeigsuppskriftum, og hér er pönnukökuuppskrift sem inniheldur einungis fimm hráefni. Hér er tilvalið að láta ekki afgangssúrdeig fara til spillis.

Súrdeigspönnsur að hætti Jamies Olivers

  • 200 g tilbúinn súrdeigsgrunnur
  • tvö stór egg
  • 100 ml mjólk
  • 100 g heilhveiti
  • sjávarsalt

Aðferð:

  1. Setjið súrdeigsgrunninn í skál.
  2. Blandið tveimur eggjum saman við súrdeigið, því næst mjólk, hveiti og salti. Blandið vel saman.
  3. Setjið olíu á pönnu og hitið. Steikið pönnukökurnar í 1-2 mínútur á hvorri hlið.
  4. Berið fram með jógúrt og ferskum berjum.
mbl.is/Instagram_Jamie Oliver
mbl.is/Instagram_Jamie Oliver
mbl.is/Instagram_Jamie Oliver
mbl.is/Instagram_Jamie Oliver
mbl.is/Instagram_Jamie Oliver
Súrdeigspönnukökur að hætti Jamie Oliver.
Súrdeigspönnukökur að hætti Jamie Oliver. mbl.is/Instagram_Jamie Oliver
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka