Jamie Oliver gefur út nýja bók

Sjónvarpskokkurinn frægi, Jamie Oliver, gefur út nýja bók.
Sjónvarpskokkurinn frægi, Jamie Oliver, gefur út nýja bók. mbl.is/nine.com.au

Jamie Oliver er enginn nýgræðingur í eldhúsinu og kemur nú með nýja bók sem kallast „7 Ways, Easy Ideas for Every Day of the Week“ og inniheldur yfir 120 uppskriftir.

Jamie Oliver hefur skoðað helstu hráefnin sem almenningur kaupir inn í hverri viku, hráefni sem við setjum í körfuna án þess að hugsa nánar út í það – kjúklingabringur, laxaflök, hakk, egg, kartöflur, brokkolí, sveppi og margt fleira. En hinn almenni borgari er oft á tíðum mjög upptekinn í daglegri rútínu sem ætti þó ekki að koma í veg fyrir bragðgóða og næringarríka máltíð eftir annasaman dag.

Svo í stað þess að breyta matarinnkaupunum okkar vill Jamie gefa fólki hugmyndir hvernig skal nota uppáhaldshráefnin á nýjan máta. Allar uppskriftirnar innihalda lágmarkshráefni og um 70% uppskriftanna eru hversdagsmatur, auðveldar og út frá næringarfræðilegu sjónarmiði. Allt frá tilbúnum réttum yfir í frosnar matvörur – mun Jamie sýna þér hvernig þú getur blandað saman matvörum á góðan máta.

Bókina er hægt að forpanta á Amazon HÉR.

Nýju bókina má forpanta á Amazon.
Nýju bókina má forpanta á Amazon. mbl.is/Jamie Oliver
Jamie sýnir okkur hvernig við getum útfært ýmsa næringarríka rétti …
Jamie sýnir okkur hvernig við getum útfært ýmsa næringarríka rétti á auðveldan máta. mbl.is/Jamie Oliver
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka