Þakbar með Dolly Parton

Nýr þakbar var að opna á hóteli í Nashville - …
Nýr þakbar var að opna á hóteli í Nashville - innblásinn af Dolly Parton. mbl.is/Graduate Nashville

Nýr þak­b­ar var opnaður á dög­un­um, eins bleik­ur og hugs­ast get­ur – enda inn­blástur­inn tek­inn alla leið frá söngdív­unni Dolly Part­on.

Bar­inn er að finna á Gradua­te-hót­el­inu í Nashville, en nafn staðar­ins má rekja til lags og plötu Dolly Part­on sem kom út árið 1989 og ber nafnið White Limozeen. Þar stend­ur söng­kon­an í glitrandi kjól fyr­ir fram­an hvíta dross­íu og glamúr­inn fer ekki fram­hjá nein­um.

Bar­inn er ætlaður öll­um sem sækj­ast eft­ir því að hafa það nota­legt, sama hvort þú færð þér óá­feng­an drykk eða sit­ur með kaví­ar á disk – hvort held­ur sem er mun lúx­us­inn um­vefja þig. Úti­svæðið er með nota­leg­um bekkj­um og sund­laug til að dýfa tán­um ofan í og bar­inn nær inn í hús þar sem loft og vegg­ir eru máluð í skær­bleik­um lit með gylltu skrauti. Velúrá­klæði er á bekkj­um og stól­um og úr ljósakrón­um hanga glitrandi spegl­ar, auk gólfsíðra glugga sem skilja inni- og úti­svæðið að. Og ekki má gleyma aðal­stjörn­unni, eða skúlp­túr af Dolly Part­on sjálfri sem stend­ur svo til fyr­ir miðju svæðis­ins, þannig að all­ir gest­ir geta barið hana aug­um sama hvar þeir sitja.

Glamúr og glys alla leið!
Glamúr og glys alla leið! mbl.is/​Gradua­te Nashville
mbl.is/​In­sta­gram_Whitelimozeen­ash
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert