Kylie Jenner deilir leynivopni úr eldhúsinu

Kylie Jenner deilir frá lífi sínu á Instagram, en hún …
Kylie Jenner deilir frá lífi sínu á Instagram, en hún hefur verið óvenju mikið í eldhúsinu undanfarið. mbl.is/Instagram_Kylie Jenner

Sam­fé­lags­miðlastjarn­an Kylie Jenner deil­ir dag­lega frá lífi sínu í gegn­um In­sta­gram – stund­um með sjóðheit förðun­ar­ráð, eða með krútt­leg­um mynd­um af dótt­ur sinni Stormi, en það nýj­asta eru eld­hús­leynd­ar­mál.

Ný­verið sýndi Kylie hvernig hún ger­ir avóka­dó brauð sem mörg­um finnst nú ekki vera nein stórtíðindi í fram­reið. En hún not­ar hrá­efni sem marg­ir hafa ef­laust ekki prófað áður ofan á brauð. Og það þykir til tíðinda þegar stjörn­urn­ar deila sín­um upp­á­halds upp­skrift­um. Vöðvabúntið The Rock sagði til dæm­is frá því að hann setji alltaf tequila ofan á ristað brauð.

Þegar Kylie Jenner fær sér brauð með avóka­dó, þá byrj­ar hún á því að rista brauðið. Hún stapp­ar því næst avóka­dó­inn með gaffli og krydd­ar með rauðum pipar­flög­um og sjáv­ar­salti. Síðan er það leyni­vopnið, hun­ang - sem hún dreyp­ir yfir allt sam­an.

Nokkr­ir Twitter aðdá­end­ur hafa prófað upp­skrift­ina sem fékk fullt hús stiga á meðan ein­hverj­um voru slétt sama hvernig Jenner syst­ir­in út­fær­ir brauðið sitt. Hvort sem held­ur, þá væri gam­an að prófa að setja hun­ang á brauðið og dæma það sjálf­ur. 

Avókadó brauð að hætti Kylie Jenner. En hún setur hunang …
Avóka­dó brauð að hætti Kylie Jenner. En hún set­ur hun­ang á brauðið sem á víst að vera topp­ur­inn á öllu. mbl.is/​In­sta­gram_Kylie Jenner
Ánægður Jenner aðdáandi á Twitter.
Ánægður Jenner aðdá­andi á Twitter. mbl.is/​Twitter
mbl.is/​Twitter
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert