Meghan Markle styrkir gott málefni

Meghan Markle heldur áfram góðgerðarstörfum þrátt fyrir að hafa stigið …
Meghan Markle heldur áfram góðgerðarstörfum þrátt fyrir að hafa stigið til hliðar frá konungslegum skyldum. mbl.is/ounousa.com

Her­togaynj­an Meg­h­an Markle gaf ný­verið ágóðann af sölu mat­reiðslu­bók­ar­inn­ar „Toget­her“ til góðgerðarsam­taka. Sam­tök sem bjóða upp á mat­reiðslu­nám­skeið fyr­ir hæl­is­leit­end­ur og flótta­fólk.

Meg­h­an Markle hef­ur gefið 8.000 pund til sam­tak­anna Migra­tef­ul, eða um 1,5 millj­ón ís­lenskra króna. Migra­tef­ul lýsti ánægju sinni og þakk­læti í frétta­til­kynn­ingu og fór hlýj­um orðum um her­togaynj­una. Sam­tök­in segja einnig frá því að fram­lagið muni verða notað til að halda mat­reiðslu­nám­skeið sem eru leidd und­ir for­ystu flótta­manna, hæl­is­leit­enda og far­ands­fólks – sem eiga í erfiðleik­um með að kom­ast inn í sam­fé­lagið og fá vinnu. Mat­reiðslu­nám­skeiðin bjóða upp á kjöraðstæður til að læra ensku, byggja upp sjálfs­traust og stuðla að góðum sam­skipt­um við aðra í sam­fé­lag­inu.

Mat­reiðslu­bók­in Toget­her, inni­held­ur um 50 fjöl­breytt­ar upp­skrift­ir frá kon­um í Gren­fell sam­fé­lag­inu og kom á markað í sept­em­ber árið 2018. Eða fyrsta stóra verk­efnið sem Meg­h­an tók að sér, sem meðlim­ur bresku kon­ungs­fjöl­skyld­unn­ar. Þess má einnig geta að hin kon­ung­legu góðgerðasam­tök sáu um að end­ur­gera eld­húsið hjá Migra­tef­ul fyr­ir 204.000 pund og gáfu önn­ur 28.000 pund í þjálf­un og þró­un­ar­áætlan­ir, eða litl­ar 41,5 millj­ón­ir ís­lenskra króna – vel gert það!

Meg­h­an og prins Harry, hafa heim­sótt eld­húsið nokkr­um sinn­um yfir árið, þá bæði í op­in­ber­um heim­sókn­um og á eig­in veg­um, og eru meðlim­ir sam­fé­lags­ins þeim afar þakkát fyr­ir sam­felld­an stuðning. En fram­lagið að þessu sinni kem­ur frá Meg­h­an og Harry sjálf­um sem stigið hafa til hliðar frá kon­ung­leg­um skyld­um og þar með frá kon­ung­legu góðgerðarsam­tök­un­um.

Meghan og Harry hafa heimsótt eldhúsið hjá Migratful góðgerðasamtakanna í …
Meg­h­an og Harry hafa heim­sótt eld­húsið hjá Migrat­f­ul góðgerðasam­tak­anna í op­in­ber­um og prívat heim­sókn­um. mbl.is/​PA
Matreiðslubókin Together inniheldur um 50 uppskriftir og er fyrsta stóra …
Mat­reiðslu­bók­in Toget­her inni­held­ur um 50 upp­skrift­ir og er fyrsta stóra verk­efnið sem Meg­h­an Markle tók að sér sem meðlim­ur bresku kon­ungs­fjöl­skyld­unn­ar. mbl.is/​PA
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka