Ráða dansara í sendlastörf

Pítsafyrirtækið Papa John’s hefur ráðið atvinnu dansara til að vera …
Pítsafyrirtækið Papa John’s hefur ráðið atvinnu dansara til að vera sendlar þennan mánuðinn. mbl.is/Papa John’s

Það er frá­bært að sjá hvernig fyr­ir­tæki leysa úr þeim örðug­leik­um sem mynd­ast hjá fólki í sótt­kví og sam­komu­banni. Til dæm­is með því að ráða at­vinnu dans­ara í sendla­störf.

Öll veislu­höld eru meira og minna bönnuð þessa dag­ana og ein stærsta og lit­rík­asta götu­hátíð í London hef­ur verið blás­in af þetta árið. Þá hef­ur pít­sa­fyr­ir­tækið Papa John's ekki látið það stoppa sig í að missa allt glimmerið niður á gólf, með því að ráða dans­ar­ana sem eru þekkt­ir þátt­tak­end­ur í hátíðinni, til að vera sendl­ar þenn­an mánuðinn. En Papa John's býður upp á margt annað en pítsur á sín­um mat­seðli.

Eins hef­ur fyr­ir­tækið hafið sam­starf við góðgerðasam­tök­in Hospitality Acti­on, til að afla fjár til þeirra fyr­ir­tækja sem verða fyr­ir tekju­áföll­um vegna af­lýs­ing­ar á hátíðinni – allt frá lista­mönn­um yfir í veit­ingaþjón­ust­ur. 

Ef þú pantar mat frá Papa John's, þá munu þessir …
Ef þú pant­ar mat frá Papa John's, þá munu þess­ir mæta með mat­inn til þín. mbl.is/​Papa John’s
mbl.is/​Papa John’s
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert