Dóttir Þórunnar Högna á sitt eigið útieldhús

Dóttir Þórunnar Högna á sitt eigið útieldhús á pallinum heima.
Dóttir Þórunnar Högna á sitt eigið útieldhús á pallinum heima. mbl.is/Þórunn Högnadóttir

Fag­ur­ker­inn og stílist­inn Þór­unn Högna­dótt­ir á afar smekk­legt heim­ili og þar er pall­ur­inn alls eng­in und­an­tekn­ing. Dótt­ir Þór­unn­ar fékk sitt eigið útield­hús á pall­inn sem er með því krútt­legra sem við höf­um séð. Þær mæðgur sýsla mikið sam­an í eld­hús­inu inn­an­dyra og legg­ur Leah Mist oft­ast nær á borðið, hrær­ir í pott­um og pönn­um og vill alltaf taka þátt í elda­mennsk­unni.

Þegar blessuð kór­ónu­veir­an herjaði á heims­byggðina sáu Þór­unn og eig­inmaður henn­ar, Brand­ur, að þau væru ekk­ert á leiðinni í ferðalag yfir hafið þetta árið. Þá réðust þau í það verk­efni að smíða pall við húsið – rétt eins og svo marg­ir aðrir Íslend­ing­ar sem tóku upp ham­ar og pensil og hreiðruðu bet­ur um sig heima fyr­ir. Og fyr­ir hug­mynda­rík­an fag­ur­kera, þá eru svona verk­efni með þeim skemmti­legri.

„Maður­inn minn er ein­stak­lega hand­lag­inn og smíðaði pall­inn eft­ir vinnu og um helg­ar. Draum­ur­inn hef­ur alltaf verið að eign­ast stór­an og þægi­leg­an pall með nota­gildi. Og eins og ger­ist svo oft hjá mér, þá fæ ég fleiri og fleiri hug­mynd­ir út frá einni hug­mynd. Ég sá fyr­ir mér stórt borð og bekk við – og auðvitað græjaði Brand­ur það á núll einni. Ég sá síðan svo geggjaða hug­mynd á Pin­t­erest af útield­húsi/​grillaðstöðu sem við út­færðum eft­ir okk­ar henti­semi, en það var út frá þessu sem aðstaðan henn­ar Leuh Mist­ar varð til. Ég sýndi henni mynd­ir af hug­mynd­inni og hún spurði strax hvort pabbi gæti gert svona fyr­ir hana. Við ákváðum því að fram­lengja pall­inn og smíða svona mini-eld­hús, þar sem hún elsk­ar að leika sér við að búa til alls kon­ar mat handa okk­ur – með blóm­um, sandi, grasi o.fl.“

Eld­húsið henn­ar Leuh Mist­ar er úr sama efniviði og pall­ur­inn, sem þau lituðu í svört­um lit með palla­ol­íu frá Slipp­fé­lag­inu, og í stíl við alla skjól­vegg­ina. En allt palla­efnið er frá Bauhaus. „Leah Mist er rosa­lega mikið fyr­ir bleikt og í sam­ein­ingu ákváðum við að nota mint­ug­ræn­an og bleik­an í bland. Nán­ast all­ir auka­hlut­ir sem gera eld­húsið svona krútt­legt eru frá Sø­strene Grene og IKEA. Ég bjó einnig til takk­ana á elda­vél­inni úr myllu-spila­plött­um og málaði. Hell­urn­ar eru gla­samott­ur úr IKEA og græni vask­ur­inn er lít­ill bali.“

Að lok­um seg­ir Þór­unn okk­ur að pall­ur­inn sé rúm­góður, þægi­leg­ur og kósí. Þegar þau grilla, þá borða þau úti og taka morgunkaffið um helg­ar ef veður leyf­ir. „Ég hugsa að ég gæti flutt þarna út, ég er svo ánægð með hann,“ seg­ir Þór­unn að lok­um.

Krúttlegasta eldhúsið á netinu í dag.
Krútt­leg­asta eld­húsið á net­inu í dag. mbl.is/Þ​ór­unn Högna­dótt­ir
Brandur, eiginmaður Þórunnar, sá um alla smíðina. En hér hefur …
Brand­ur, eig­inmaður Þór­unn­ar, sá um alla smíðina. En hér hef­ur Þór­unn séð um öll smá­atriðin eins og henni einni er lagið. mbl.is/Þ​ór­unn Högna­dótt­ir
Smáhlutirnir koma frá Søstrene Grene og IKEA.
Smá­hlut­irn­ir koma frá Sø­strene Grene og IKEA. mbl.is/Þ​ór­unn Högna­dótt­ir
Litirnir mintugrænn og bleikur urðu fyrir valinu.
Lit­irn­ir mint­ug­rænn og bleik­ur urðu fyr­ir val­inu. mbl.is/Þ​ór­unn Högna­dótt­ir
Hér er hugsað fyrir öllu!
Hér er hugsað fyr­ir öllu! mbl.is/Þ​ór­unn Högna­dótt­ir
Hellurnar undir pottana eru í raun glasamottur úr IKEA.
Hell­urn­ar und­ir pott­ana eru í raun gla­samott­ur úr IKEA. mbl.is/Þ​ór­unn Högna­dótt­ir
mbl.is/Þ​ór­unn Högna­dótt­ir
Heimasætan elskar að sýsla í eldhúsinu og framreiðir marga rétti …
Heima­sæt­an elsk­ar að sýsla í eld­hús­inu og fram­reiðir marga rétti úr blóm­um, grasi og öðru sem til fell­ur úr garðinum. mbl.is/Þ​ór­unn Högna­dótt­ir
Þórunn Högna og Brandur smíðuðu nýlega pall sem er mikið …
Þór­unn Högna og Brand­ur smíðuðu ný­lega pall sem er mikið notaður af fjöl­skyld­unni. Enda stór­glæsi­leg­ur og kósí. mbl.is/Þ​ór­unn Högna­dótt­ir
Grillaðstaðan er upp á tíu.
Grillaðstaðan er upp á tíu. mbl.is/Þ​ór­unn Högna­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert