Glímdi við átröskun þrátt fyrir að vera í yfirþyngd

Jessica Spencer.
Jessica Spencer.

Jessica Spencer greind­ist með átrösk­un þrátt fyr­ir að vera í yfirþyngd. Um er að ræða sjúk­dóm sem marg­ir glíma við, jafn­vel án þess að vita af því.

Þegar Jessica var 21 árs göm­ul, hafði hún eytt árum sam­an í að skamm­ast sín fyr­ir að vera í yfirþyngd. Hún forðaðist að borða þar til hana verkjaði í lík­amann – og þegar hún borðaði, gerðist það svo hratt að hún varla mundi hvernig mat­ur­inn bragðaðist. Hjart­sláttatrufl­an­ir tóku þá við sem stóðu yfir í allt að klukku­stund. Eft­ir það tóku við sjálfs­ásak­an­ir fyr­ir að hafa ekki meiri sjálfs­stjórn. Á þeim tíma­punkti var hún orðin veru­lega hrædd og leitaði sér loks hjálp­ar. Hún var í kjöl­farið greind með átrösk­un.

Jessica var 14 ára göm­ul þegar hún ákvað að hún vildi verða kynn­ir í sjón­varpi. Hún trúði því að með því að létt­ast, þá yrði allt auðveld­ara og hún fengi ef­laust starf í sjón­varpi. Hún las sér til um á net­inu hvernig ætti að telja hita­ein­ing­ar og sam­visku­sam­lega skar hún niður í tvo mánuði þar til hún inn­byrti ein­ung­is helm­ing­inn af því sem hún átti að gera. Hún fann fyr­ir miklu stolti þegar fólk tók eft­ir því að hún hafði lagt af og í fyrsta sinn í lang­an tíma fannst henni hún fal­leg.

Það var bara stórt vanda­mál. Í hvert sinn sem hún stóð upp svimaði hana. Höfuðverk­ur var dag­legt brauð og henni sortnaði reglu­lega fyr­ir aug­um. Hún ákvað því að borða aðeins meira en missti þá taln­ing­ar­kerfið úr bönd­un­um og varð stjórn­laus. Í kjöl­farið tók við víta­hring­ur þar sem skömm­in og van­líðanin var ríkj­andi. Hún hætti að telja hita­ein­ing­ar af ótta við sjá hversu mikið hún hafði borðað.

Næstu árin var Jessica föst í vít­hring þar sem hún sveiflaðist á milli þess að borða of lítið og of mikið. Og hún var al­gjör­lega stjórn­laus þegar kom að súkkulaði og reyndi að leita svara. Hún komst að því að hug­takið „binge-eating“ olli henni mik­illi van­líðan. Jessica hélt að hún þyrfti að læra sjálf­stjórn og neyddi sjálfa sig til að skera niður.

Jessica hóf nám í fjöl­miðlun en kvíðinn og þung­lyndið var ekki langt und­an sem setti strik í námið en á þess­um tíma­punkti var hún við það að missa geðheils­una. 19 ára göm­ul fór hún í meðferð, þar sem það virt­ist vera eini kost­ur­inn í stöðunni. Þar talaði hún um til­finn­ing­ar sín­ar varðandi það að vera of feit, en forðaðist umræðuna um mat­ar­venj­ur og ást henn­ar á súkkulaði. Tíma­bil­in þar sem hún borðaði of lítið voru styttri en þar sem hún át yfir sig. Og á þess­um tíma, setti hún mikla pressu á sig sjálfa, þar sem henni fannst hún vera einskis virði á meðan hún var í yfirþyngd. Hug­mynd­in um að vera með átrösk­un hafði komið upp í huga henn­ar, án þess að hún samþykkti það. Jessica taldi að ein­ung­is grann­ir gætu verið með átrösk­un og hún passaði ekki inn í þá mynd.

Dag einn var hún stödd á hár­greiðslu­stofu þegar leið yfir hana. Eft­ir að hafa sagt heim­il­is­lækn­in­um allt af létta var eins og hún næði loks­ins and­an­um – létt­ir­inn var það mik­ill. Hún var sett á þung­lynd­is­lyf og var greind með OS­FED eða Ot­her Specified Feed­ing and Eating Disor­der. Átrösk­un sem nær ekki yfir aðra sjúk­dóma eins og anor­ex­íu eða bú­lemíu. Í Bretlandi er um hálf millj­ón manns tal­in þjást af þess­um sjúk­dómi. Að svelta sig til að létt­ast eru ein­kenni anor­ex­íu en að missa stjórn á mat­ar­neyslu er kallað „binge-eating disor­der“.

Eft­ir þetta hef­ur Jessica fengið betri fræðslu um átrask­an­ir og hætti í fram­hald­inu að taka þátt í umræðum á net­inu sem brutu hana niður og ýttu und­ir þá hug­mynd að hún yrði að grenn­ast. Í dag tel­ur hún ekki hita­ein­ing­ar og seg­ir við sjálfa sig á hverj­um degi að henni sé full­kom­lega leyfi­legt og eðli­legt að borða mat. Þannig losnaði hún und­an hjart­sláttar­ónot­inni. Hún tók sér árs­frí frá námi og setti full­an fókus á sig sjálfa, en með því að að slaka á nám­inu um stund fékk hún auk­inn tíma fyr­ir sjálfa sig og sinna áhuga­mál­um. Þung­lynd­is­lyf­in byrjuðu fljót­lega að virka og smám sam­an létt­ist hún um nokk­ur kíló. Jessica seg­ir að þegar þú ert grann­ur og miss­ir kíló, þá verði fólk áhyggju­fullt – en þegar þú ert í þétt­ari kant­in­um og létt­ist, þá sé þér ít­rekað óskað til ham­ingju fyr­ir að hugsa svona vel um sjálf­an þig.

Að þjást af átrösk­un er átak­an­leg reynsla og ef­laust enn erfiðari þegar þú ert í ofþyngd. Skömm­in sem Jessica fann fyr­ir og press­an á að vera grönn og glæsi­leg var stöðug.

Til að létt­ast á heil­brigðan hátt ætti alltaf að leita til sér­fræðinga sé þess þörf. Leggja þarf áherslu á rétt nær­ing­ar­inni­hald og gæta þess vel að lík­am­inn sé að fá þá nær­ingu sem hann þarf. Saga Jessicu er ekki eins­dæmi en hún deildi henni til að vekja at­hygli á sjúk­dóm­in­um sem hingað til hef­ur fengið litla sem enga at­hygli en er stór­hættu­leg­ur þeim sem af hon­um þjást.

Að borða vel og hreyfa sig er lífs­stíll sem hún til­eink­ar sér í dag, en fjög­ur ár eru síðan hún greind­ist með OS­FED. Hún leit­ar stund­um í súkkulaði til hugg­un­ar en fer aldrei út í ofát. Hún reyn­ir að greina á milli hvort hún sé svöng út af stressi eða hvort lík­am­inn sé ein­fald­lega að kalla á mat. Ef um stress er að ræða, þá finn­ur hún aðrar leiðir til að slaka á en að opna ís­skáp­inn. Og þrátt fyr­ir hvað vigt­in seg­ir, þá hef­ur hún tekið lík­amann í sátt og ger­ir allt til að halda sér á lífi. Bati er ferðalag um að velja lífið, og á hverj­um degi kýs Jessica bat­ann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert