Besta ráðið varðandi brunasár

Það er vont að brenna sig! Við mælum með að …
Það er vont að brenna sig! Við mælum með að eiga Aloe Vera ísmola í frysti sem þú getur alltaf gripið í. mbl.is/Colourbox

Það er fátt betra en kælandi Aloe Vera á húðina þegar hún er örlítið aum eftir sólbað eða bruna eftir pönnuna í eldhúsinu. Hér er hugmynd hvernig þú getur átt Aloe Vera að „eilífu“.

Það er nauðsynlegt að hafa eitthvað kælandi við höndina þegar þörf er á. Við erum kannski ekki að glíma við mikinn sólbruna þessa dagana en brunasárin geta líka gert vart við sig í eldhúsinu eða á öðrum stöðum. Og þá eru þetta það sem þú þarft að geta gripið í.

Ef þú átt til Aloe Vera plöntu eða gel í skápnum – þá er stórgott ráð að fylla ísmolabox með gelinu og setja í frysti. Þannig áttu alltaf til græðandi mola sem eru kælandi á sárið.

mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka