Sítrónutrixið sem er að gera allt vitlaust

Sykur, sítróna og kókosolía er til dæmis það eina sem …
Sykur, sítróna og kókosolía er til dæmis það eina sem þú þarft til að útbúa mýkjandi skrúbb.

Oln­bog­arn­ir eru einn af þeim stöðum á lík­am­an­um sem við gleym­um al­veg að sinna! Og þá er gott að eiga sítr­ón­ur í eld­hús­inu til að rétta úr þeim mál­um.

Þurr­ir oln­bog­ar ættu marg­ir að kann­ast við – ef­laust vegna þess að við gleym­um al­veg að hugsa um þá þar til við finn­um veru­lega fyr­ir því hversu þurr­ir þeir eru. Hér er dá­sam­legt ráð hvernig þú get­ur nýtt sítr­ón­urn­ar í eld­hús­inu við þess­um vanda, á nátt­úru­leg­an máta – án allra auka­efna.

Svona not­ar þú sítr­ón­ur á þurra oln­boga

  • Skerðu sítr­ónu til helm­inga.
  • Helltu smá ólífu­olíu á helm­ing­ana og láttu oln­bog­ana sitja í sítr­ón­un­um í 30 mín­út­ur eða jafn­vel leng­ur.
  • Nýttu tím­ann og lestu bók eða horfðu á upp­á­halds þátt­inn þinn í sjón­varp­inu.
  • Ef þér finnst eins og sítr­ón­urn­ar hald­ist ekki nægi­lega vel að oln­bog­an­um, get­ur þú notað klút eða taubleyju til að binda þær utan um oln­bog­ann.
  • Sýr­an frá sítr­ón­unni hjálp­ar þurri og gam­alli húð til að losna og olí­an sér um að mýkja húðina. Hin full­komna blanda!
Vissir þú að sítrónur virka vel á þurra olnboga?
Viss­ir þú að sítr­ón­ur virka vel á þurra oln­boga? mbl.is/​Colour­box
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert