Allt sem þú þarft að vita um hitabylgju-mataræðið

Við þurfum að huga að mataræðinu í miklum hita.
Við þurfum að huga að mataræðinu í miklum hita. mbl.is/Colourbox

Það virðist sem hita­bylgja sé að fljóta yfir landið og við erum að elska það! En það er vert að hafa mataræðið í huga þegar hita­töl­urn­ar hækka til að lík­am­inn fari ekki að kvarta.

Það er dá­sam­legt að fá heita loft­strauma svona á síðsum­ars­dög­um. Rétt mataræði og nóg af vökva er það sem skipt­ir máli. Og það eru nokk­ur mat­væli sem svala lík­amann meira en önn­ur. Þó að ís sé oft­ast fyrsti kost­ur, þá er ekki þar með sagt að kald­ar mat­vör­ur séu endi­lega kæl­andi og ekki svarið við því að halda kæli­kerf­inu gang­andi all­an dag­inn.

Til að kæla lík­amann ber að borða mat sem hækk­ar lík­ams­hit­ann, þó að það hljómi sem al­veg þver­öfugt við það sem við höld­um. Heit­ir drykk­ir og súp­ur er þarna á meðal, máltíðir sem eru rík­ar af vökva og koma einnig í veg fyr­ir að lík­am­an­um líði allt of heitt.

Sam­kvæmt UK Eatwell Gui­de, áttu að drekka að lág­marki 6-8 glös af vökva yfir dag­inn, en var­ist þó sykraða safa og drykki sem og kaffi og áfengi – sem fær lík­amann til að missa vökva (allt er gott í hófi).  Mat­vör­ur eins og jarðarber, mel­ón­ur, gúrk­ur, sal­at og sell­e­rí inni­halda meiri vökva en annað græn­meti eða ávex­tír og henta vel í hit­an­um. Jóg­úrt þykir einnig gott til að halda vatni í lík­am­an­um.

Með því að drekka eða borða heit­ar mat­vör­ur, hækk­ar kjarn­hit­ann sem fær lík­amann til að kæla sig niður sem hann ger­ir með því að skila út svita. Því eru bragðsterk­ar máltíðir sem inni­halda t.d. chili og fá svit­ann til að spretta fram – frá­bær­ar til að kæla niður kerfið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert