Snakkframleiðandinn Kim’s segir upp fólki

Snakkframleiðandinn Kim´s hefur sagt upp 10% af starfsfólkinu sínu.
Snakkframleiðandinn Kim´s hefur sagt upp 10% af starfsfólkinu sínu. mbl.is/©Nils Meilvang

Þrátt fyrir að bókhaldið líti ágætlega út og síðustu uppgjör hafi sýnt fram á mörg hundruð milljón króna hagnað á síðasta ári – þá er niðurskurður hjá snakkframleiðandanum Kims’s. 

Á þessu ári hefur Kim’s þurft að segja upp 10% af starfsfólkinu sínu sem svarar í kringum tuttugu manns. Á bak við uppsagnirnar liggja nokkrar ástæður, en ein af þeim er að þrátt fyrir allt þá náði fyrirtækið ekki settu markmiði árið 2019. Önnur ástæða liggur í lélegri sölu vegna Kórónuveirunnar.

Þrátt fyrir að framleiðandinn hafi selt meira af vörum til smávöruverslanna síðustu mánuði, þá hefur salan dregist saman í landamæraverslunum, börum og kvikmyndahúsum. Forstjóri fyrirtækisins, Kim Munk, sagði í samtali við Fyens.dk að þeir hafi neyðst til að sýna fjárhagslega ábyrgð, með það óvitandi hvert ástandið myndi stefna. En eitt af áhyggjuefnum fyrirtækisins þessa dagana er einnig Brexit, þar sem snakkið er selt víða erlendis og Bretar eru þar stærstir á velli. Ef það verður ekkert af Brexit samningi milli ESB og Bretlands, þá verða gjaldskrár Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar settar á útfluttar vörur – sem mögulega gæti orðið sprengja fyrir snakkframleiðandann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka