Hversu oft eigum við að fara í bað?

Hversu oft ferð þú í bað eða sturtu á viku?
Hversu oft ferð þú í bað eða sturtu á viku? mbl.is/Colourbox

Hversu oft við leggj­umst í bað eða und­ir sturt­una velt­ur ekki endi­lega á því hversu skít­ug við erum held­ur hvernig húðtýpu við erum með. Sum­ir þurfa helst að standa lengi und­ir bun­unni en aðrir geta farið í snögg-sturtu og orðið hrein­ir á auga­bragði.

Þetta velt­ur allt á húðtýp­unni

Húðsjúk­dóma­lækn­ir­inn Dag Sol­les­nes Hol­sen held­ur því fram að þurr og feit húð þurfi oft­ar á þvotti að halda en önn­ur. Talið er að þriðjung­ur mann­fólks sé með þurra húð sem get­ur brot­ist út sem exem ef farið er í sturtu dag­lega eða nokkr­um sinn­um á dag. Þá ætti að velja milda sápu með lægra pH-gildi og smyrja sig með feitu rakakremi eft­ir bað.

Þriðjung­ur fólks er síðan tal­inn vera með feita húð. Þess­ir kropp­ar þola og þarfn­ast oft­ar þvott­ar þar sem meiri fita losn­ar frá lík­am­an­um. Nokkuð sem get­ur valdið óþæg­ind­um ef of langt líður á milli baðferða – og þá kem­ur gott rakakrem að góðum not­um.

Síðasti þriðjung­ur hvað þetta varðar ligg­ur síðan ein­hvers staðar á milli þess­ara tvennra öfga; fólk sem þolir að fara í sturtu dag­lega en get­ur líka kom­ist af án baðferða í ein­hvern tíma.

Ald­ur­inn spil­ar inn í

Eft­ir því sem maður eld­ist upp­lif­ir maður að húðin verði þurr­ari því hjá okk­ur flest­um fer húðin að fram­leiða minna af fitu­frum­um sem ger­ir hana þurr­ari.

Það get­ur einnig skipt máli á hvaða tíma dags þú baðar þig. Með því að fara í sturtu á morgn­ana fyr­ir krefj­andi vinnu­dag ertu ómeðvitað að fara fersk/​ur út í dag­inn en kvöldbað get­ur reynst vel fyr­ir þá sem eiga í erfiðleik­um með að ná ró og sofna á kvöld­in. Thom­as Ternowitz pró­fess­or við húðsjúk­dóma­deild Há­skóla­sjúkra­húss­ins í Stavan­ger er mjög hlynnt­ur kvöld­böðum og mæl­ir ein­dregið með þeim. Og ef þú ákveður að fara í morg­unbað tel­ur hann að fólk eigi að þvo á sér kyn­fær­in á kvöld­in áður en farið er upp í rúm að sofa.

Kost­ir við baðferðir á morgn­ana

  • Heit eða köld sturta eyk­ur blóðflæðið í lík­am­an­um og er mun áhrifa­rík­ara og meira frísk­andi en þrír boll­ar af kaffi.
  • Morg­unbað hjálp­ar kroppn­um að vakna, mýk­ir vöðva og stíf­an hnakka eft­ir nótt­ina. Þú get­ur einnig gert smá teygjuæf­ing­ar und­ir sturt­unni ef út í það er farið.

Kost­ir við baðferðir á kvöld­in

  • Að fara í bað eft­ir lang­an vinnu­dag er eins og draum­ur í dós! Það minnk­ar blóðþrýst­ing­inn og stressið nær að líða úr þér.
  • Það er ekk­ert betra en að hoppa upp í rúm hreinn og fínn. Heitt bað eða sturta get­ur virkað ró­andi og þú munt án efa sofa bet­ur út nótt­ina.
  • Þó að þér finn­ist þú ekki neitt sér­stak­lega skít­ug­ur hef­urðu ef­laust dregið að þér ein­hver óhrein­indi yfir dag­inn. Því munu sæng­ur­föt­in þín þakka þér fyr­ir að fara í bað fyr­ir svefn­inn og koma með hrein­ar tás­ur und­ir sæng­ina.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert