IKEA slær í gegn með nýrri vörulínu

Ný vörulína er væntanleg frá IKEA þar sem lögð er …
Ný vörulína er væntanleg frá IKEA þar sem lögð er áhersla á að vörurnar séu fjölnota. mbl.is/IKEA

Hér fáum við að skyggnast inn í nýja vörulínu frá Ikea sem einkennist af því að vera fjölnota.

Vörulínan kallast „Råvaror“ og er framleiðslan að mestu leyti úr stáli og viði. Hér eru húsgögnin hagnýt og hreyfanleg. Hillur og borð eru á hjólum og því hægt að nota sem skrifborð eða jafnvel borðstofuborð eftir þörfum. Vörulínan er sérstaklega hugsuð fyrir þá sem búa við plássleysi og geta því auðveldlega breytt og hreyft mublurnar til þegar von er á gestum, eða ef þig vantar pláss fyrir góða jógaæfingu.

Hillurnar eru í mismunandi stærðum og gerðum, eins sjáum við fataslá, svefnsófa, geymslulausnir og lítið eldhús svo eitthvað sé nefnt. Þá má raða hillum og borðum saman til auka valkostina.

Vörulínan verður fáanleg frá og með byrjun september.

Lítið eldhús er á meðal nýjunganna.
Lítið eldhús er á meðal nýjunganna. mbl.is/IKEA
Fataslár og geymslupláss - það er allt úthugsað hjá sænska …
Fataslár og geymslupláss - það er allt úthugsað hjá sænska húsgagnarisanum. mbl.is/IKEA
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert