Þú hefur eflaust aldrei hugsað um egg á þessum nótunum – því við notum egg oftast í matargerð.
Hér eru nokkrar ótrúlegar leiðir þar sem egg koma til sögunnar og þá ekki sem lækning við timburmönnum, heldur að húðumhirðu og almennum húsráðum. Því egg eru fullt hús matar og miklu meira til.
- Næst þegar þig vantar næringu í hárið skaltu píska saman eggjarauðu, slettu af hunangi og smávegis af ólífuolíu. Láttu standa í 30 mínútur áður en þú þværð blönduna úr. Hárrútínan þín mun aldrei verða sú sama eftir þetta.
- Til að styrkja neglurnar er tilvalið að blanda saman eggjarauðu og bolla af heitri mjólk og leyfa nöglunum að baða sig í dágóða stund.
- Engan langar að líta út eins og þreyttur pandabjörn um augun! En þreyta í kringum augun er oft afleiðingin af litlum svefni, stressi eða mataræði. Settu smá lag af eggjahvítu undir augun því það mun fríska þig upp á augabragði.
- Ef þú sækist eftir frábæru rakakremi þá eru eggjarauður að fara að bjarga málunum. Pískaðu tveim eggjarauðum saman við vatn og berðu á andlitið. Þú munt ekki einungis fá mjúka húð, heldur frábæra A-vítamínsprautu fyrir húðina.
- Flest okkar hella vatninu úr pottinum þegar við sjóðum egg, og hellum þar af leiðandi næringarríku vatni í vaskinn. Helltu vatninu frekar í könnu og þegar vatnið hefur kólnað ertu kominn með næringarríkt vatn fyrir plönturnar þínar.
- Þú færð ekki betra náttúrulegt lím en með eggjahvítum – það er bara þannig.
Egg eru full hús matar og meira til!
mbl.is/Colourbox