Stórkostlegar staðreyndir um egg

mbl.is/Colourbox

Þú hef­ur ef­laust aldrei hugsað um egg á þess­um nót­un­um – því við not­um egg oft­ast í mat­ar­gerð. 

Hér eru nokkr­ar ótrú­leg­ar leiðir þar sem egg koma til sög­unn­ar og þá ekki sem lækn­ing við timb­urmönn­um, held­ur að húðum­hirðu og al­menn­um hús­ráðum. Því egg eru fullt hús mat­ar og miklu meira til.

  • Næst þegar þig vant­ar nær­ingu í hárið skaltu píska sam­an eggj­ar­auðu, slettu af hun­angi og smá­veg­is af ólífu­olíu. Láttu standa í 30 mín­út­ur áður en þú þværð blönd­una úr. Hár­rútín­an þín mun aldrei verða sú sama eft­ir þetta.
  • Til að styrkja negl­urn­ar er til­valið að blanda sam­an eggj­ar­auðu og bolla af heitri mjólk og leyfa nögl­un­um að baða sig í dágóða stund.
  • Eng­an lang­ar að líta út eins og þreytt­ur panda­björn um aug­un! En þreyta í kring­um aug­un er oft af­leiðing­in af litl­um svefni, stressi eða mataræði. Settu smá lag af eggja­hvítu und­ir aug­un því það mun fríska þig upp á auga­bragði.
  • Ef þú sæk­ist eft­ir frá­bæru rakakremi þá eru eggj­ar­auður að fara að bjarga mál­un­um. Pískaðu tveim eggj­ar­auðum sam­an við vatn og berðu á and­litið. Þú munt ekki ein­ung­is fá mjúka húð, held­ur frá­bæra A-víta­mínsprautu fyr­ir húðina.
  • Flest okk­ar hella vatn­inu úr pott­in­um þegar við sjóðum egg, og hell­um þar af leiðandi nær­ing­ar­ríku vatni í vaskinn. Helltu vatn­inu frek­ar í könnu og þegar vatnið hef­ur kólnað ertu kom­inn með nær­ing­ar­ríkt vatn fyr­ir plönt­urn­ar þínar.
  • Þú færð ekki betra nátt­úru­legt lím en með eggja­hvít­um – það er bara þannig.
Egg eru full hús matar og meira til!
Egg eru full hús mat­ar og meira til! mbl.is/​Colour­box
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert