Fallegasta eldhús síðari ára

Takið eftir loftinu sem hefur verið tekið upp til að …
Takið eftir loftinu sem hefur verið tekið upp til að auka glamúrinn í rýminu. mbl.is/Estliving.com / Anson Smart

Innan um eucalyptus-tré og með útsýni yfir vatnið er guðdómlega fallegt hús að finna í Sydney sem geymir eitt fallegasta eldhús síðari ára.

Það er hönnunarteymið Decus Interiors sem sá um útfærsluna á öllum rýmum hússins sem eru hvert öðru fallegra. Hér býr ung fjölskylda sem er að koma sér fyrir og hefur unun af því að taka á móti góðum gestum. Því eru eldhús, borðstofa og stofa í samliggjandi rými og spanna hvorki meira né minna en 13 metra á lengdina – með gólfsíðum gluggum sem hægt er að opna út á verönd en þar má t.d. finna bar og pítsuofn.

Þar sem eigendur hússins taka reglulega á móti gestum er aukavinnuaðstaða fyrir aftan eldhúsið, ásamt vínkæli, þar sem veisluhaldarar geta matreitt og undirbúið án þess að vera fyrir allra augum. Við borðstofuborðið má sjá stólana J77 frá HAY, en marmari og viður einkenna eldhúsið sjálft. Og ef glöggir taka eftir á myndum, þá hefur lofthæðin yfir borðstofuborðinu verið tekin upp til að auka glamúrinn sem er svo sannarlega vel heppnað í þessu húsi. Við mælum með að skoða fleiri myndir af heimilinu HÉR.

Eldhúsið ber ekki mikið á sér að framan, því það …
Eldhúsið ber ekki mikið á sér að framan, því það geymir annað eins baka til. mbl.is/Estliving.com / Anson Smart
"Auka" eldhús með eldunaraðstöðu, vínkæli og nóg af skápaplássi. mbl.is/Estliving.com / Anson Smart
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka