Vegan, grænmetisætur og þeir sem vilja skera niður kjötát ættu að líta nánar á þennan nýja stað sem opnaður verður á næstu dögum í London.
The M*** F*** Drive Thru, er samstarfsverkefni plöntufyrirtækisins Meatless Farm og götubitaframleiðandans Mother Flipper. Á matseðli má meðal annars finna hamborgara með eggaldinbeikoni, ostborgara og morgunverðarsamloku. Það eru einungis grænmetisréttir í boði sem hægt er að breyta í veganútgáfu ef þú borðar ekki egg eða mjólkurvörur.
Það besta við staðinn er að ef þú mætir á rafmagnsbíl eða reiðhjóli færðu 50% afslátt þar sem Meatless Farm vill hvetja fólk til að vera umhverfisvænna.
Fólk hefur almennt tekið vel í þessa nýjung þar ytra þótt einhverjir veganistar hafi kvartað yfir því að staðurinn skuli ekki vera 100% vegan. Það er víst ekki hægt að gera öllum til geðs – en framtakið er engu að síður frábært.