Baka sem þessi gengur oftast undir heitinu „quiche“ og kemur upprunalega frá Frakklandi. Hér er einföld og fljótleg uppskrift sem þú munt elska eftir að hafa smakkað.
Brjálæðislega góð baka
- 1 msk. smjör
- 230 g sveppir
- 1 skallottlaukur, smátt skorinn
- 2 bollar spínat
- sjávarsalt
- pipar
- 8 stór egg
- ¼ bolli mjólk
- ¼ bolli sólþurrkaðir tómatar, smátt skornir
- ¼ bolli rifinn parmesan
Aðferð:
- Hitið ofninn í 190°C.
- Hitið pönnu á meðalhita og bræðið smjörið á henni. Steikið sveppina þar til mjúkir og gylltir – bætið þá skallotlauknum út á pönnuna og steikið áfram í eina mínútu. Bætið þá spínati saman við og veltið áfram í aðra mínútu. Saltið og piprið og takið pönnuna af hitanum.
- Pískið egg saman við mjólk, tómata og parmesanost. Bætið blöndunni af pönnunni saman við og saltið og piprið.
- Hellið blöndunni í bökuform og bakið í 18-20 mínútur.
- Látið standa í þrjár mínútur áður þið skerið í sneiðar.
Uppskrift: Delish