Nýtt After Eight sem kemur á óvart

Nýtt After Eight lítur dagsins ljós - nú með gini …
Nýtt After Eight lítur dagsins ljós - nú með gini og tonic. mbl.is/Nestle/Metro.co.uk

Við erum ekki viss um hvort hér sé um að ræða skrítna eða stór­kost­lega súkkulaðinýj­ung.

Fram­leiðend­ur súkkulaðsins Af­ter Eig­ht til­kynntu ný­verið nýj­ung í súkkulaðinu – og það með gin- og tónik­bragði. Fyr­ir þá sem eru í ein­hverj­um vafa, þá er mynt­an ennþá í súkkulaðinu og sama dökka súkkulaðihúðin sem þekur hverja plötu – sem sagt allt á sín­um stað, bara líka með gini og tónik. Hér er samt ekki um áfengt súkkulaði að ræða.

Talsmaður Af­ter Eig­ht, Debbie Bowen, sagði í sam­tali að gin væri vin­sæll drykk­ur og það væri fátt betra en að sam­eina góðan drykk með ljúf­fengri myntu og dökku súkkulaði. En þess má geta að súkkulaðiðiplöt­urn­ar hafa haldið vin­sæld­um í tæp 60 ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert