Friends-jóladagatal væntanlegt

Dagatal sem allir Friends aðdáendur munu vilja þetta árið.
Dagatal sem allir Friends aðdáendur munu vilja þetta árið. mbl.is/Amazon

Það lít­ur allt út fyr­ir að við fáum að loka þessu ári á góðum nót­um – því Friends-jóla­da­ga­tal er vænt­an­legt.

In­sig­ht Ed­iti­on gef­ur út Friends-daga­tal þessi jól­in sem mun gera alla daga í des­em­ber að nota­leg­um skemmti­leg­heit­um. Því hver er ekki aðdá­andi þátt­anna?

Daga­talið inni­held­ur 25 skraut­hluti, merki og upp­skrift­ir í anda Friends – sem mun án efa gera jóla­mánuðinn eft­ir­minni­leg­an. Fram­leiðandi daga­tals­ins lof­ar að hver og einn gluggi sem þú opn­ar muni vekja gaml­ar minn­ing­ar úr þátt­un­um – eða klass­ísk augna­blik sem við gleym­um aldrei.

Daga­talið er vafið inn eins og fal­leg bók og hægt að panta á Amazon. Verðið er litl­ar 4.000 krón­ur og hægt er að panta daga­talið HÉR.

Hægt er að panta dagatalið á Amazon.
Hægt er að panta daga­talið á Amazon. mbl.is/​Amazon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert