Hér er uppskrift að ljúffengum vefjum með osti og kjúklingi í tikka masala-sósu – bornar fram með sætkartöflufrönskum, mango chutney-sósu og fersku salati. Það er Hildur Rut sem býður okkur upp á þessa veislu.
„Ég nota þrjár vörur frá Pataks í réttinn. Ég hef notað þessar vörur í matargerð lengi og elska að grípa í þær ef mig langar í eitthvað einfalt og gott með indversku ívafi. Sósurnar eru dásamlega ljúffengar og hægt að nota þær í ýmsa mismunandi rétti,“ segir Hildur Rut.
Tikka masala-vefjur sem slá í gegn
- 4 kjúklingabringur (líka gott að nota grænmeti t.d. blómkál og brokkólí)
- 1 krukka tikka masala-sósa frá Pataks
- ólífuolía
- salt og pipar
- rifinn mozzarellaostur
- Philadelphia-rjómaostur
- Missioni-tortillur með grillrönd
Sætkartöflufranskar
- 1 sæt kartafla
- 1-2 msk. madras paste frá Pataks
- 2 msk. ólífuolía
Mangó chutney-sósa
- 1 dl sýrður rjómi
- 1 dl Heinz-majónes
- 3-4 msk mango chutney frá Pataks
- 1 msk safi úr sítrónu
- salt og pipar
Ferskt salat
- 1 dl agúrka
- 1 dl rauðlaukur
- spínat eftir smekk
- salatdressing (má sleppa, en mæli samt með!)
- 1 msk. ólífuolía
- 1 msk. safi úr ferskri sítrónu
- salt og pipar
- garam masala-krydd
- 1 msk ferskur kóríander, smátt skorinn
Aðferð:
- Skerið kjúklinginn í litla bita. Steikið hann upp úr ólífuolíu og saltið og piprið. Blandið tikka masala-sósunni saman við kjúklinginn og hrærið.
- Smyrjið tortillurnar með rjómaosti, stráið mozzarellaosti yfir og dreifið kjúklingnum ofan á. Gott að dreifa öllu á annan endann á tortillunni, brjóta hana saman eins og umslag og rúlla henni upp.
- Raðið vefjunum í eldfast form og penslið þær með ólífuolíu. Bakið í ofni í 10 mínútur við 190°C á blæstri.
- Skerið tortillurnar í tvennt og berið fram með salati, sósu og sætkartöflufrönskum.
Sætkartöflufranskar
- Skerið kartöfluna í strimla. Veltið þeim upp úr madras paste, salti, pipar og ólífuolíu.
- Bakið í elföstu móti í 30-40 mínútur við 190°C. Mæli með að hræra aðeins í á meðan þetta bakast. Mango chutney-sósan passar svo sérlega vel með frönskunum.
Ferskt salat
- Skerið gúrku, rauðlauk og spínat smátt. Blandið öllu saman í skál.
- Hrærið saman ólífuolíu, safa úr sítrónu, kryddi og ferskum kóríander og blandið saman við salatið.
Mangó chutney-sósa
- Blandið öllu hráefninu saman með skeið.
Vefjur í boði Hildar Rutar.
mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
Borið fram með fersku salati, mango chutney sósu og sætkartöflufrönskum.
mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir