Meira súkkulaði frá Nutella

Súkkulaðiaðdáendur mega ekki láta þetta Nutella framhjá sér fara.
Súkkulaðiaðdáendur mega ekki láta þetta Nutella framhjá sér fara. mbl.is/Nutella/Getty

Svo virðist sem allar fréttaveitur ytra séu að fyllast af súkkulaðifréttum og -nýjungum – og við elskum það. Súkkulaði er allra meina bót!

Nutella hefur varpað bombu á okkur sem elskum góða smyrju af súkkulaðiálegginu því fyrirtækið tilkynnti á dögunum að væntanlegt væri nýtt Nutella sem inniheldur tvöfalt meira kakóbragð en venjulega eða „Nutella + Cocoa“. Það er 7,4% kakó í Nutella eins og við þekkjum það í dag en í nýju útgáfunni er helmingi meira eða um 15% kakó!

Talsmaður Nutella, James Stewart, sagði í samtali að nýja útgáfan myndi slá í gegn hjá þeim sem óskuðu eftir meira kakó- og heslihnetubragði. Og nýjungin væri stórkostleg með hafrakexi sem og bananabrauði svo eitthvað væri nefnt.

Talað er um að ráðlagður skammtur af Nutella á hverja brauðsneið eða annað álíka sé um 15 g, sem samsvari um 80 kaloríum – ekki það að við myndum dæma ef einhver ákvæði að smyrja meira á sína sneið!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka