Snickers-hollustubitar í boði Olio Nitti

Það er Olio Nitti sem býður okkur upp á þessa …
Það er Olio Nitti sem býður okkur upp á þessa sykurlausu Snickers-bita. mbl.is/Olio Nitti

Hér eru stórkostlegir Snickers-bitar sem við rákumst á hjá Olio Nitti, en þeir sem til þekkja vita að hér á ein vinsælasta ólífuolía landsins í hlut. Helstu matreiðslumenn hér heima dásama olíuna út í eitt!

Uppskriftin er sykurlaus og inniheldur ólífuolíuna og möndlurnar frá Olio Nitti – því enn meiri ástæða til að láta eftir sér þessa gómsætu bita.

Snickers-hollustubitar – sykurlausir

  • 150 g döðlur
  • 100 g Olio Nitti hvítar möndlur og 6-7 stk. í viðbót til skreytingar
  • 3 msk. hnetusmjör
  • 2 tsk. hlynsíróp eða Erythrol
  • 1 msk. kókosolía
  • 60 g dökkt suðusúkkulaði
  • Til að gera bitana alveg sykurlausa má nota sykurlaust dökkt súkkulaði og setja 5 dropa af stevíu.

Aðferð:

  1. Setja döðlur í blandara og saxa vel niður.
  2. Bæta við möndlum, hnetusmjöri og sætuefni.
  3. Blanda vel saman, má vera gróft.
  4. Setja í lítið ferkantað form sem klætt er með smjörpappír í botninn eða plastfilmu.
  5. Þjappa vel í botninn svo myndist um það bil 1-2 cm lag (fer eftir stærð formsins).
  6. Kæla í ísskáp í 30 mín.
  7. Bræða súkkulaði með kókosolíu.
  8. Hella yfir og gjarnan hella yfir smá kurli af möndlunum og geyma aftur í kæli þar til súkkulaðið hefur harðnað og þá má skera í bita.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka