Elísabet Reynis fer af stað með námskeið

Næringarfræðingurinn Elísabet Reynisdóttir fer af stað með námskeið sem snýr …
Næringarfræðingurinn Elísabet Reynisdóttir fer af stað með námskeið sem snýr að bættri heilsu. mbl.is/Aðsend mynd

Næringarfræðingurinn Elísabet Reynisdóttir, fer af stað með fjögurra vikna námskeið sem hefst mánudaginn 7. september – þar sem unnið er að stilla blóðsykurinn og vinna með andlega líðan.

Það hefur sjaldan verið jafn mikilvægt og að huga að eigin heilsu og annarra, í þessu árferði sem heimurinn gengur í gegnum. En næringarfræðingurinn Beta Reynis, eins og hún kýs að kalla sig, mun hleypa af stað frábæru fjögurra vikna námskeiði þar sem áherslan liggur á blóðsykurinn, þátttakendur fara eftir ákveðnu matarprógrammi og allar helstu hliðar eru skoðaðar sem snúa að eigin heilsu.

Blóðsykurs-viðkvæmni / e.insúlin resistance

  • Ertu orkulaus eftir máltíðir?
  • Þyngist, þrátt fyrir að passa upp á mataræðið?
  • Með aukna kviðfitu?
  • Þreytu og slen?

„Ef líkaminn nýtir ekki sykurinn (glúkósann) sem orku, en insúlín er til staðar, þá lækkar ekki blóðsykurinn - það er kallað blóðsykursviðkvæmni. Afleiðingarnar eru að orkan fer í fitufrumurnar og eykur fitumassann, líkamleg einkenni s.s. orkuleysi, þyngdaraukning þar með aukin kviðfita, þreyta og slen eru afleiðingar. Þessi einkenni auka líkur á efnaskiptakvilla og auknar líkur á að fá sykursýki af tegund 2 sem getur þróast með árunum og haft alvarlegar afleiðingar á líf okkar og heilsu,“ segir Beta.

Sykursýki af tegund 2
Beta segir okkur að hægt sé að komast hjá því að fá sykursýki af tegund 2, sem orsakast þegar líkaminn framleiðir ekki nægilega mikið af insúlíni eða hefur misst getuna til að nýta það insúlín sem framleitt er. „Þessi sjúkdómur er að mestu áunnið heilsufarsvandamál sem fyrirfinnst í flestum tilfellum hjá eldra fólki, en er þó farinn að finnast hjá yngri kynslóðum með hækkandi tíðni offitu í heiminum. Þar með er aukin áhætta á hjarta- og æðasjúkdómum og öðrum fylgikvillum lífsstílssjúkdóma eins og þunglyndi og kvíða.

Það er mikilvægt að finna leið til að sporna gegn þessari þróun og ein allra mikilvægasta leiðin er að breyta um lífsstíl. Taka ábyrgð og gera breytingar sem bæta líðan bæði andlega og líkamlega. Þannig náum við að sporna gegn þeirri vá sem lífsstílssjúkdómar eru,“ segir Beta.

Ekki horfa bara á vigtina
Námskeiðið er ekkert nýtt af nálinni, því Beta hefur keyrt þetta prógram frá því í janúar á þessu ári – og segir jafnframt að það hafi verið dásamlegt að fylgjast með árangri, aukni vellíðan og lífsgæðum hjá þeim sem hafa tekið þetta ferðalag með henni. „Námskeiðið sem ég býð uppá er í 4 vikur og er hannað þannig að það stillir blóðsykurinn og ásamt því þá erum við að vinna með andlega líðan. Tileinkum okkur að hugleiða og gera draumalista og markmiðsplön. Ekki horfa bara á vigtina fara niður heldur að hugsa þetta sem varanlega leið. Markmið námskeiðsins er að líða betur í eigin líkama og þurfa ekki alltaf að vera að berjast við það að þyngjast og leggja af á víxl. Tökum ábyrgð á heilsunni og finnum leiðinni að henni ekki frá,“ segir Beta.

Beta segir námskeiðið vera sniðið fyrir þá sem vilja setja sjálfan sig í fyrsta sæti og finna sitt eigið heilbrigði. En næsta námskeið hefst sem áður sagt, nk. mánudag þann 07. september. Hægt er að setja sig í samband við Betu og skrá sig á námskeiðið í gegnum netfangið betareynis@gmail.com

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert