Lúxus-spa opnað hjá Carlsberg

Ný heilsulind var að opna á Hótel Ottalia í Carlsberg …
Ný heilsulind var að opna á Hótel Ottalia í Carlsberg byggingu í Kaupmannahöfn mbl.is/© Hotel Ottilia

Ný heilsu­lind var opnuð nú á dög­un­um í einni bygg­ing­unni hjá Carls­berg í Kaup­manna­höfn. Draum­kennd­ur staður sem vert er að heim­sækja.

Við höf­um öll þörf fyr­ir að gera vel við okk­ur og láta amst­ur dags­ins líða úr lík­am­an­um. Í þess­ari heilsu­lind muntu alls ekki verða fyr­ir von­brigðum því staður­inn fær þig til að gleyma stund og stað. Staður­inn heit­ir Aire Ancient Baths og þekk­ist einnig í stór­borg­un­um Barcelona og New York.

Mark­mið staðar­ins er að taka þig aft­ur til róm­verskra tíma, þar sem fólk sótti í ró­leg­heit, slök­un og vellíðan. Staður­inn er á Hót­el Ottilia sem er í einni af nýju Carls­berg-bygg­ing­un­um og er með flott­ari hót­el­um sem við höf­um séð til þessa en það var opnað á síðasta ári. Mat­ur­inn þar þykir einnig það góður að sög­ur fara af – og mögu­leiki er að panta her­bergi í turn­in­um á hót­el­inu með út­sýni sem þig gæti ekki dreymt um. Þess má einnig geta að nafnið Ottilia er nafn eig­in­konu Carls Jac­ob­sens, sem er son­ur stofn­anda Carls­berg – J.C. Jac­ob­sens.

Á heilsu­lind­inni finn­ur þú salt­vatns­laug, sána og mögu­leiki er á nuddmeðferðum – en hægt er að bóka tíma HÉR.

Staðurinn heitir Aire Ancient Baths og þekkist einnig í stórborgunum …
Staður­inn heit­ir Aire Ancient Baths og þekk­ist einnig í stór­borg­un­um Barcelona og New York. mbl.is/© ​Hotel Ottilia
mbl.is/© ​Hotel Ottilia
Herbergin eru ekki af verri endanum.
Her­berg­in eru ekki af verri end­an­um. mbl.is/© ​Hotel Ottilia
Maturinn á hótelinu þykir sá allra besti.
Mat­ur­inn á hót­el­inu þykir sá allra besti. mbl.is/© ​Hotel Ottilia
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert