Hægeldaðir lambaskankar sem þykja frábærir

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Það er fátt meira viðeig­and á haust­in en hæg­eldaðir lambaskank­ar. Ljúf mat­ar­lykt­in leggst yfir heim­ilið og ærir bragðlauk­ana. Al­gjör­lega full­kom­inn rétt­ur!

Þessi upp­skrift er úr smiðju Berg­lind­ar Hreiðars á Gotteri.is og ætti eng­an að svíkja.

Hægeldaðir lambaskankar sem þykja frábærir

Vista Prenta

Hæg­eldaðir lambaskank­ar

Fyr­ir 5-6 manns

Lambaskank­ar

  • 5-6 lambaskank­ar (eft­ir stærð)
  • 1 saxaður lauk­ur
  • 3 saxaðar gul­ræt­ur
  • 3 rif­in hvít­lauksrif
  • 140 g tóm­at­pa­ste
  • 1 dós hakkaðir tóm­at­ar (400 g)
  • 600 ml nauta­soð
  • 3 grein­ar rós­marín
  • 1 msk. ferskt tim­i­an
  • 100 ml rauðvín
  • Salt, pip­ar og lamba­kjötskrydd
  • Ólífu­olía til steik­ing­ar
  • Smjör til steik­ing­ar

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 175°C.
  2. Byrjið síðan á því að steikja skank­ana upp úr vel af matarol­íu og krydda eft­ir smekk.
  3. Ég steikti þá í pott­in­um í tveim­ur hlut­um, 3 og 3 í einu. Geymið þá síðan á disk á meðan þið út­búið sós­una.
  4. Bætið nú vænni klípu af smjöri í pott­inn og steikið lauk og gul­ræt­ur á meðal­hita í um 10 mín­út­ur. Bætið hvít­laukn­um þá sam­an við og steikið áfram í nokkr­ar mín­út­ur.
  5. Blandið tóm­at­pa­ste næst út á pönn­una og síðan hökkuðum tómöt­um, nauta­soði, rós­marín­grein­um og söxuðu tim­i­an (geymið rauðvínið þar til síðar).
  6. Leyfið þessu að malla stutta stund, bætið skönk­un­um aft­ur í pott­inn, setjið lokið á og inn í ofn í 2 klukku­stund­ir.
  7. Að þeim tíma liðnum má taka skank­ana var­lega up­p­úr, bæta rauðvín­inu í sós­una og hræra hana upp að nýju, leyfa henni að malla á hell­unni í um 5 mín­út­ur. Þá má setja skank­ana aft­ur útí og bera fram með kart­öflumús.

Kart­öflumús

  • Um 1,2 kg kart­öfl­ur
  • 30 g smjör
  • 150 ml mjólk
  • 80 ml rjómi
  • 1 msk. syk­ur
  • Salt, pip­ar og tim­i­an eft­ir smekk
  • Rif­inn par­mes­an, sé þess óskað
  1. Sjóðið kart­öfl­urn­ar og takið annað hrá­efni til.
  2. Þegar kart­öfl­urn­ar eru orðnar mjúk­ar má flysja þær og setja í góðan pott við lág­an hita.
  3. Ég notaði kart­öflustapp­ara en það er líka hægt að setja vel soðnar kart­öfl­ur í hræri­vél og gera þetta þar.
  4. Stappið sam­an kart­öfl­ur og önn­ur hrá­efni. Kryddið til eft­ir smekk og gott er að rífa par­mesanost, bæði sam­an við mús­ina og aft­ur yfir hana sé þess óskað.
Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert