Hvern dreymir ekki um að borða á hvítri strönd, út í ylvolgum sjónum þar sem umhverfið er líkt og í þrívídd?
Það eru ótrúlegustu hlutir og staðir þarna út í heimi sem okkur langar að heimsækja og einn af þeim rákumst við á Instagram. Hér um ræðir hinn fullkomna stað til að njóta matar undir berum himni. En það er listamaðurinn Paul Milinski sem tekur okkur með í ótrúlegt ferðalag.
Paul Milinski er fæddur og uppalinn í Ástralíu þar sem hann starfar í dag. Hann er framkvæmdastjóri og skapandi stjórnandi hjá Loftgarten. Hann þykir einstaklega fær í því sem hann gerir, en starf hans felst meðal annars í því að hanna staði, rými eða upplifanir í gegnum þrívíddarsýn. Paul er með löngun í að kanna ný landamæri og býr til myndefni sem hefur áhrif á núverandi og komandi kynslóðir.
Verk Paul hafa hlotið lof út um allan heim á ýmsum stafrænum vettvangi, en verk hans þykja hvetjandi til breytinga og hafa verið rannsökuð af hönnunarnemum á heimsvísu. Hann telur að með því að kveikja á aukinni hvatningu hjá fólki, þá verði að þrengja að mörkunum á meðan það reynir á óbreytt ástand.