Fimm matvörur sem styrkja líkamann

Matvörur sem lengja lífið!
Matvörur sem lengja lífið! mbl.is/Femina

Sem bet­ur fer get­um við borðað bragðgóðan mat til að styrkja bein­in og hjartað. Hér eru nokkr­ar mat­vör­ur sem við mætt­um hafa oft­ar upp á borðunum – og lengja lífið.

Par­mes­an
Rífið niður par­mes­an ost yfir sal­atið eða pasta­rétt­inn. Það bæt­ir ekki ein­ung­is bragðið, held­ur bæt­ir við miklu magni af kalsíum. Steinefnið er lyk­il­atriði við að byggja upp sterk bein, sem t.d. all­ar kon­ur ættu að ein­beita sér að til að forðast beinþynn­ingu.

Þorsk­hrogn
Hrogn eru rík af D-víta­míni og í raun víta­mín­um sem gegna mik­il­vægu hlut­verki fyr­ir ónæmis­kerfið og skap­gerð.

Rjómasúkkulaði
Vís­inda­menn velta því fyr­ir sér hvort að verkj­astill­andi efni séu að finna í kakói súkkulaðis­ins, sem virðist vera svo dá­sam­leg hugg­un þegar manni líður illa. Og at­hygli hef­ur beinst að því að rjómasúkkulaði virðist virka bet­ur en dökkt súkkulaði, þrátt fyr­ir hærra kakó­inni­haldi í því síðar­nefnda.

Avóka­dó
Rann­sókn­ir hafa sýnt fram á að kon­ur fara fram úr körl­um þegar kem­ur að hjarta- og æðasjúk­dóm­um – að minnsta kosti þegar þær eld­ast. Þess vegna er mik­il­vægt fyr­ir blóðrás­ina að borða hjarta­væn­an mat. Avóka­dó er eitt af þeim mat­vör­um sem gott er að borða, því ávöxt­ur­inn inni­held­ur MUFA-fitu – en hún er tal­in vera ein af ríkj­andi ástæðum þess að Miðjarðar­hafs­mat­ar­gerð er svo hjarta­væn. Ólíf­ur og hnet­ur eru einnig góðir kost­ir, en ef þú elsk­ar avóka­dó skaltu borða hann af bestu lyst.

Rósa­kál
Þess­ir litlu kálkubb­ar eru sér­lega góðir – og þá sér­stak­lega fyr­ir kon­ur. Maður ætti aldrei að segj­ast geta borðað eitt­hvað til að koma í veg fyr­ir al­var­leg veik­indi, en und­an­far­in ár hafa vís­ind­in gefið okk­ur raun­veru­lega trú á að mat­ur geti haft áhrif á krabba­mein. Rann­sókn­ir hafa sýnt fram á að kon­ur sem borðar rósa­kál, brok­kolí og annað kraf­mikið kál – fái tvisvar til fjór­um sinn­um sjaldn­ar brjóstakrabba­mein en þær sem borða sjald­an þessa teg­und græn­met­is. Leynd­ar­málið á bak við kálið eru efni sem hindra nokk­ur ensím sem geta valdið út­breiðslu krabba­meins og eyðileggja krabba­meinsvald­andi sam­eind í lík­am­an­um sem önn­ur hver kona með brjóstakrabba­mein grein­ist með óvenju mikið af í kroppn­um. 

mbl.is/​colour­box
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert