Snilldar lausnir til að geyma skó

Getty images

Það glíma all­ir við að koma skóm fjöl­skyld­unn­ar fyr­ir í and­dyr­inu og oft­ar en ekki er plássið á heim­il­inu af skorn­um skammti.

Við rák­umst á skemmti­lega lausn hjá tíma­rit­inu Bolig­magasinet, en þar er vísað í hand­lag­inn smið sem út­færði skórekka á snilld­ar máta fyr­ir lít­inn pen­ing. Hér hef­ur skóm verið snyrti­lega komið fyr­ir á vegg og fel­ur í leiðinni raf­magn­stöfl­una og hins veg­ar í sér­smíðuðum rúm­botni. Hvoru tveggja al­gjör snilld!

Hér má sjá hvernig veggur hefur fengið yfirhalningu með timbri. …
Hér má sjá hvernig vegg­ur hef­ur fengið yf­ir­haln­ingu með timbri. Skáp­ur er smíðaður utan um raf­magn­stöflu og fel­ur hana á smekk­leg­an máta og skór raðast ým­ist í hill­ur eða beint á vegg­inn þar sem klif­ur­reipi held­ur þeim uppi. mbl.is/​Bolig­magasinet_© Anitta Behrendt
Geymsupláss er mikilvægt í litlum rýmum og hér hefur rúmbotninn …
Geymsupláss er mik­il­vægt í litl­um rým­um og hér hef­ur rúm­botn­inn fengið nýtt hlut­verk. Þið getið rétt ímyndað ykk­ur ónýtta plássið sem er und­ir hverju rúmi. Hér smíðaði heim­il­is­faðir­inn rúm­botn með skúff­um á hliðunum og inn­byggðum hill­um að fram­an sem eru full­komn­ar fyr­ir skó. Takið líka eft­ir hvernig botn­inn og hill­urn­ar eru rammaðar inn með bleik­um lit. mbl.is/​Bolig­magasinet_© Anitta Behrendt
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert