Uppskriftin sem þið verðið að prófa!

Dumplings með núðlum og grænmeti er geggjað kombó! Rétturinn er …
Dumplings með núðlum og grænmeti er geggjað kombó! Rétturinn er í boði Hildar Rutar á Trendnet. mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Dumplings með núðlum og grænmeti er hreint út sagt, geggjað kombó! Hér um ræðir fullkomna helgaruppskrift sem mun koma koma á óvart og er mjög auðveld í framkvæmd. Uppskriftin kemur úr smiðju Hildar Rutar á Trendnet.

Þessi réttur er geggjað kombó (fyrir 2)

  • 1 pakkning dumplings með kjúklingi frá Itsu
  • 2-3 hreiður af eggjanúðlum frá Blue dragon (½ pakkning)
  • 2-3 gulrætur
  • 4-6 sveppir
  • 1 chili
  • 1 msk ferskur engifer
  • 1-2 hvítlauksrif
  • 4 vorlaukar
  • Ólífuolía til steikingar
  • Salt & pipar

 

Sósa:

  • 1 msk sesamolía frá Blue dragon
  • 1 msk soya sósa
  • 2 msk ostrusósa frá Blue dragon
  • Safi úr ½ lime
  • 2 msk ólífuolía

Toppa með:

  • 2 msk kasjúhnetur, smátt saxaðar
  • 1 vorlaukur, smátt saxaður
  • 1 msk sesamfræ
  • Ferskur kóríander eftir smekk

Aðferð:

  1. Sjóðið núðlurnar eftir leiðbeiningum.
  2. Skerið gulrætur, sveppi, vorlauk og chili smátt.
  3. Rífið engifer og pressið hvítlaukinn.
  4. Byrjið á því að steikja gulrætur upp úr ólífuolíu í 5 mínútur. Bætið svo sveppum, vorlauk og chili.
  5. Bætið dumplings útí, hvítlauk og engifer. Blandið öllu saman og steikið í 10 mínútur.
  6. Hrærið öllum hráefnunum í sósuna saman í skál.
  7. Bætið núðlunum og sósunni saman við á pönnuna og blandið vel saman.
  8. Toppið svo með kasjúhnetum, vorlauk, sesamfræjum og kóríander.
mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert