Sló heimsmet í kexáti

Heimsmethafi í Oreo kexáti! 141 kexkökur á einungis fimm mínútum.
Heimsmethafi í Oreo kexáti! 141 kexkökur á einungis fimm mínútum. mbl.is/Craig Harker/SWNS.COM

Nýtt heimsmet hefur verið slegið í Oreo kex-áti, en sá sem lenti í öðru sæti var einungis fjórum kexkökum frá methafanum.

Max Stanford frá London er nýji heimsmethafinn eftir að hafa raðað í sig hvorki meira né minna en 141 Oreo kexköku á einungis fimm mínútum. En áður var það Kanadamaðurinn Jonathan Clarke sem átti metið, en hann borðaði 78 kexkökur á fimm mínútum.

Það var kráareigandinn Craig Harker sem setti áskorunina af stað og sagði jafnframt að þátttakendur hafi fengið val um vatnsglas eða mjólkurglas til að dýfa kexinu ofan í – þar sem kexið er ansi þurrt.

En svo virðist sem þátttakendur hafi alið með sér sérstaka aðferð þar sem Max borðaði að öllu jafna tvö kex í einu, á meðan annar stakk fjórum kexkökum upp í sig í einum bita.  

mbl.is/Craig Harker/SWNS.COM
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka