Heimagerðir sólþurrkaðir tómatar

Heimagerðir sólþurrkaðir tómatar eru einfaldlega þeir bestu.
Heimagerðir sólþurrkaðir tómatar eru einfaldlega þeir bestu. mbl.is/deavita.fr

Sólþurrkaðir tómatar eru svo dásamlega góðir og safaríkir. Hér er uppskrift að heimagerðum tómötum í ofni sem smakkast langtum betur en sólþurrkaðir tómatar keyptir í búð. Uppskriftin dugar á sirka eina ofnplötu.

Heimagerðir sólþurrkaðir tómatar

  • 1 kg af þroskuðum litlum tómötum, t.d. cherry-tómatar
  • ½ msk. flögusalt
  • 1 tsk. sykur
  • 1 msk. smátt saxað timían
  • ½ msk. smátt saxaður hvítlaukur
  • Vínberjakjarnaolía

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 90°.
  2. Skolið tómatana og skerið til helminga.
  3. Leggið tómatana á bökunarpappír á bökunarplötu og stráið salti, sykri, timjan og hvítlauk yfir.
  4. Bakið í ofni í 6 tíma. Tómatarnir eiga að þorna en ekki verða dökkir.
  5. Látið kólna.
  6. Ef þú ætlar ekki að nota tómatana strax getur þú sett þá í krukku og hellt vínberjakjarnaolíu yfir til að þeir geymist betur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka