Sjö matvörur sem gera þig glaðan

Það eru til matvörur sem létta lundina.
Það eru til matvörur sem létta lundina. mbl.is/colourbox

Hér erum við ekki að fara að vísa í súkkulaði, þó að það sé ein af þeim mat­vör­um sem gleðja. Hér eru mat­vör­ur sem inni­halda efni sem gleðja þig á ann­an máta.

Við vit­um að heil­inn not­ar nær­ing­ar­efni sem hjálpa hon­um að þró­ast. Og með nú­tím­a­rann­sókn­um segja vís­inda­menn okk­ur að heil­inn og skap okk­ar sé háð því hvað við leggj­um okk­ur til munns.

Þegar þú finn­ur fyr­ir gleði, þá er það heil­inn sem send­ir raf­boð út um lík­amann. En til þess að heil­inn sendi þessi skila­boð áfram hef­ur hann þörf fyr­ir efni eins og serótón­ín. Og ef þú vilt halda þér glöðum og ánægðum, þá snýst þetta um að borða mat­væli sem inni­halda „ham­ingju­efni“ sem heil­inn þarfn­ast; pró­tín, holla ómettaða fitu, ávexti, græn­meti og kol­vetni.

Mat­vör­urn­ar sem gera þig glaðan

Fisk­ur er full­ur af nauðsyn­leg­um fitu­sýr­um, eða ómega 3 – en skort­ur á því get­ur haft áhrif á skapið. Marg­ar til­raun­ir hafa verið gerðar sem sýna tengsl­in á milli of lít­ils af góðri fitu úr t.d. feit­um fiski og of lít­ils magns af serótón­íni í heil­an­um – en það get­ur í versta falli leitt til þung­lynd­is. Því er mælt með fiski þris­var í viku til að auka serótón­ínið í heil­an­um.

Grænt græn­meti er ekki aðeins gott fyr­ir aug­un, það er líka gott fyr­ir skapið. Hér erum við að vitna í lauf­græn­meti eins og spínat, ýmis salöt og spergilkál, en allt þetta inni­held­ur mikið af B- og C-víta­mín­um ásamt fólín­sýru sem hjálp­ar til við að skapa jafn­vægi í serótón­ín­magn­inu. Nú er tími til að henda græn­káli, blóm­káli og rósa­káli í mat­ar­körf­una.

Mjólk og jóg­úrt inni­halda meðal ann­ars góð B-víta­mín sem eru mik­il­væg fyr­ir tauga­kerfið. Að auki inni­halda mjólkuraf­urðir efnið tryptóf­an sem kem­ur stöðug­leika á skapið og hef­ur ró­andi áhrif á hug­ann. Það gæti einnig út­skýrt hvers vegna marg­ir vilja mjólk­urglas fyr­ir svefn­inn.

Hnet­ur og þá sér­stak­lega val­hnet­ur, eru áhrifa­rík­ur heilamat­ur – full­ar af sinki, B-víta­mín­um, tryptóf­ani og heil­brigðum ómega-3-fitu­sýr­um.

Fræ og kjarn­ar inni­halda líka svo­kölluð ham­ingju­efni eða sink og B-víta­mín og sér­stak­lega heil­brigðar ómettaðar fitu­sýr­ur. Með því að borða mikið af sól­blóma­ol­íu og gras­kerfræj­um, eða ses­am- og hör­fræj­um, híf­ir þú upp húm­or­inn. Í raun inni­halda 2 tsk af chia­fræj­um meira af n-3-fitu­sýr­um en eitt laxaflak.

Kalk­únn og kjúk­ling­ur eru góðir orku­gjaf­ar sem inni­halda mikið pró­tín og halda blóðsykr­in­um stöðugum. Og það er gott fyr­ir skapið. Að auki inni­halda kjúk­ling­ur og kalk­únn mikið af tryptóf­an, sem mynd­ar serótón­ín í heil­an­um. Sum­ir finna jafn­vel fyr­ir smá ró­leg­heit­um eft­ir að hafa borðað fugla­kjöt.

Heil­korn er gull­korn! Fyr­ir utan að vera holl og mett­andi eru þau rík að B-víta­mín­um sem hjálpa til við að styrkja heil­ann og viðhalda tauga­kerf­inu. Ýttu und­ir góða skapið með því að borða mikið af heil­korn­um, hveitikími, haframjöli og sprungn­um rúg­kjörn­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert