Besta leiðin til að hætta öllu snarláti

Það eru ýmsar leiðir til að hætta öllu snarláti.
Það eru ýmsar leiðir til að hætta öllu snarláti. mbl.is/colourbox

Það eru ef­laust marg­ir sem eru að vinna heima þessa dag­ana – jafn­vel ein­hverj­ir í sótt­kví. Ef þú ert ein/​n af þeim, þá eru þetta skila­boð sem gott er að hafa bak við eyrað því ekk­ert er jafn freist­andi og að snarla þegar við erum heima all­an dag­inn.

Vertu í nú­inu

Því meira sem við erum heima, því meira snörl­um við. Og vesenið í kring­um allt þetta snar­lát er að við hætt­um að vera meðvituð um hvað við erum að fá okk­ur og gríp­um bara það næsta sem við sjá­um í skáp­un­um. Þá er mik­il­vægt að kveikja á nú­vit­und­ar­kerf­inu í okk­ur og vera „á staðnum“ þegar þú borðar. Njóttu augna­bliks­ins sem þú gef­ur sjálf­um þér í að fóðra lík­amann og því meira sem þú ert vak­andi yfir því sem þú borðar, því oft­ar nærðu að leiða hug­ann frá því að narta í óholl­ustu.

Ekki kaupa inn á fastandi maga

Til að forðast það að enda með stút­fulla mat­ar­körfu af kexpökk­um og snakki skaltu ekki fara svang­ur í búðina. Mat­vöru­versl­an­ir eru full­ar af freist­ing­um sem þú læt­ur eft­ir þér þegar þú finn­ur fyr­ir hungri.

Ein­beittu þér að því að kaupa kol­vetni eins og heil­korn, græn­meti, baun­ir, brún hrís­grjón, kínóa, epli, ber og ban­ana, þar sem syk­ur­inn seytl­ar hægt í lík­am­an­um yfir dag­inn og held­ur þér mett­um leng­ur.

Það er gott að snarla mat sem inni­held­ur tryptóf­an

Eng­ar áhyggj­ur – við höf­um held­ur ekki hug­mynd um hvað tryptóf­an er! En að mati nær­ing­ar­fræðinga er það ómiss­andi amínó­sýra sem mun hjálpa lík­am­an­um að búa til pró­tín og efni fyr­ir heil­ann sem breyt­ast í serótón­ín, en það stjórn­ar skapi og hjálp­ar til við svefn. Mat­ur sem inni­held­ur amínó­sýruna er m.a. lax, hnet­ur, fræ og egg. Allt frá­bær snarl­mat­ur.

Notaðu heil­næm­ar upp­skrift­ir

Stund­um er talað um að ef þú eld­ar „al­menni­leg­an mat“ þá sé al­gjör óþarfi að snarla. Nær­ing­ar­fræðing­ar mæla með að þú byrj­ir að vinna með þær upp­skrift­ir sem þig hef­ur alltaf langað til að prófa og leggja „al­menni­leg­an mat“ á borðið fyr­ir fjöl­skyld­una. Ef þú ert ein/​n er upp­lagt að eiga af­ganga eða setja í frysti og eiga þar til seinna. Ef þú borðar pró­tín á hverj­um degi mun snarllöng­un­in sef­ast.

Drekka – drekka – drekka

Hér erum við ekki að hvetja þig áfram í vín­flösk­una (þó að eitt og eitt glas sé í góðu lagi). Því jurta­te og vatn er gott fyr­ir þig í stað snarl-áts. Mag­inn fyll­ist við það að drekka vatn og vatnið ger­ir okk­ur bara gott.

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert