Snilldar húsráð þar sem sykur reddar öllu

Sykur er frábær í matargerð og ekki síðri í húsverkin.
Sykur er frábær í matargerð og ekki síðri í húsverkin. mbl.is/colourbox

Sykur er ómissandi í eldhúsið, en vissir þú að sykur er líka stórkostlegur þegar kemur að almennum húsráðum? Hér eru nokkur af okkar bestu ráðum þar sem sykur kemur við sögu.

Fáðu afskorin blóm til að endast lengur

Afskorin blóm geta haldist mun lengur ef þau fá smá sykur. Hrærið þremur teskeiðum af sykri og tveim matskeiðum af ediki saman við volgt vatn og látið blómin standa í smá tíma áður en þú setur þau í vatn. Sykurinn nærir stilkana og edikið stoppar allar bakteríur sem kunna að vera í blómunum.

Hreinsaðu kaffi- og kryddkvörnina með sykri

Hellið ¼ bolla af sykri í kaffi- eða kryddkvörnina og láttu sykurinn keyra þar í nokkrar mínútur. Sykurinn hreinsar kvörnina vel í gegn – en mundu að þrífa hana á eftir.

Sætabrauðið endist lengur

Með því að setja nokkra sykurmola í loftþétt ílát eða kökuform haldast bæði brauð og kökur mun lengur en ella.

Forðist myglaðan ost

Með því að setja sykurmola með oststykkinu inn í ísskáp mun hann geymast lengur en þig grunar og þú losnar við alla myglu sem kann að myndast.

Svona losnar þú við grasgrænu

Gras í fötum getur verið áskorun! Gott húsráð við þeim vanda er að blanda sykri saman við volgt vatn þar til þú færð þykkan massa. Settu sykurmassann á blettinn og láttu standa í klukkutíma eða tvo. Þvoðu síðan flíkina samkvæmt leiðbeiningum.

Harður púðursykur

Það er pirrandi þegar púðursykurinn harðnar sirka korteri eftir að hafa opnað pokann. En með því að setja nokkra sykurpúða með helst hann mjúkur til lengri tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert