Finnst skemmti­leg­ast að baka fyrir aðra

Elenora Rós Georgesdóttir er flinkari en flestir að baka.
Elenora Rós Georgesdóttir er flinkari en flestir að baka.

Hin eina sanna Elen­ora Rós Geor­ges­dótt­ir hef­ur bakað sig inn í hjörtu þjóðar­inn­ar en það eru færri sem vita að ástríða Elen­oru er svo mik­il að hún veit fátt skemmti­legra en að baka þegar hún er í fríi. Við lögðum fyr­ir hana nokkr­ar grjót­h­arðar spurn­ing­ar og ekki stóð á svör­un­um hjá Elen­oru frem­ur en fyrri dag­inn.

Upp­á­hald­seld­húsáhald: Vigt­in mín eða hræri­vél­in. Þetta er hvort tveggja eitt­hvað sem mig hafði langað í og fékk svo að gjöf og skipt­ir lyk­il­máli í bakstr­in­um mín­um. Mér þykir mjög vænt um næði vigt­ina og hræri­vél­ina.

Skemmti­leg­ast að baka? Súr­deigs­brauð!! Al­gjör sökk­er fyr­ir súr­deigs­brauðum! Reynd­ar finnst mér eig­in­lega skemmti­leg­ast að baka ein­hvað sem ég get gefið öðrum, eins og fyr­ir starfs­fólkið í vinn­unni eða þegar ég fer í viðtöl, al­veg sama hvað það er. Það er eitt­hvað við það að vera búin að dunda sér við að baka eitt­hvað og leggja allt sitt hjarta í það og færa síðan ein­hverj­um sem verður bæði þakk­lát­ur og glaður. 

Besti bakst­urs­fé­lag­inn? Heims­ins besta litla bróður­dótt­ir mín sem ég sé ekki sól­ina fyr­ir. Ragn­hild­ur Lilja elsk­ar að baka með mér og þá sér­stak­lega fyr­ir af­mælið sitt. Það eru mjög dýr­mæt­ar og skemmti­leg­ar stund­ir sem kalla þó á mikla þol­in­mæði. 

Besta tón­list­in til að hlusta á meðan þú bak­ar? Vó – þetta er erfið spurn­ing. Ég er göm­ul sál þótt það sjá­ist ekki alltaf. Ró­leg seventies-tónlist fær mig al­veg til að njóta mín í botn. Ann­ars þarf ég stund­um að gíra mig upp í að baka og þá er svona há­vær stemn­ings­tónlist al­veg málið, þetta á t.d. við á löng­um vinnu­dög­um og svona.

Ef þú mætt­ir velja  hvort vild­irðu held­ur sleppa því að borða brauð eða bakk­elsi? Jidúdda­mía!! Brauð, ef þetta væri upp á líf og dauða. Ég elska að búa til bæði brauð og sæta­brauð en ég veit fátt betra en að borða gott brauð. Eitt það skemmti­leg­asta sem mér finnst við að fara á mat­sölustaði er brauðið sem maður fær áður en maður fær mat­inn. Ég var mikið á Spáni sem krakki og man eft­ir brauðbíln­um sem keyrði í gegn­um hverfið okk­ar eins og ís­bíll­inn. Það var al­gjör­lega mitt upp­á­hald. Ann­ars myndi ég ör­ugg­lega stel­ast þegar eng­inn sæi til og fá mér hvort tveggja!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert