Tyggjóið sem bætir andlega heilsu

Hvernig hljóm­ar að tyggja sig í gegn­um stress dags­ins og bæta and­lega heilsu? Það er til tyggjó sem sagt er auka sjálfs­ör­yggi og ein­beit­ingu.

Góð geðheilsa skipt­ir öllu máli eins og við vit­um. Óhefðbundn­ar lækn­ing­ar, jóga og nú­vit­und hafa verið áber­andi síðustu miss­er­in en dr. Bach var langt á und­an sinni samtíð. Edw­ard Bach var bresk­ur lækn­ir, gerla­fræðing­ur, hómópati og rit­höf­und­ur sem helgaði sig and­leg­um mál­efn­um. Þekkt­ast­ur var hann fyr­ir að þróa Bach-blóma­úr­ræðin – teg­und af óhefðbundn­um lækn­ing­um inn­blásn­um af klass­ísk­um hómópa­tísk­um hefðum og þar með talið tyggjó.

Dr. Bach taldi að ójafn­vægi milli innri og ytri kjarna í lík­am­an­um gæti verið or­sök veik­inda. Átök­in gætu verið ástæðan fyr­ir til­finn­inga­legu ójafn­vægi og hindr­un­um. Hann upp­götvaði að blóm hefðu já­kvæð áhrif á geðheilsu okk­ar og var sá fyrsti til að þróa blóma­lyf árið 1930 – langt á und­an sinni samtíð.

Ein­beit­ingarörðug­leik­ar, lítið sjálfs­álit eða ósk um auk­inn styrk – þá er dr. Bach með lausn­ina í tyggjó­formi fyr­ir þig. Tyggjóið með blá­berja­bragði sem inni­hald­ur blóma­lyf­in er sér­stak­lega hugsað fyr­ir þá sem ótt­ast að mistak­ast eða vant­ar sjálfs­traust. En marg­ar út­færsl­ur eru fá­an­leg­ar af tyggjó­inu sem fæst m.a. HÉR.

Tyggjóið frá Dr. Bach sem þykir algjört undur.
Tyggjóið frá Dr. Bach sem þykir al­gjört und­ur. mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert