Drottningin byrjar að drekka fyrir hádegi

Breska drottningin slær ekki hendinni á móti góðum kokteil.
Breska drottningin slær ekki hendinni á móti góðum kokteil. Mbl.is/Yui Mok - WPA Pool/Getty Images

Það hef­ur aldrei verið leynd­ar­mál að breska kon­ungs­fjöl­skyld­an kann að staupa sig. í raun nær hefðin aft­ur nokkr­ar kyn­slóðir. Sag­an seg­ir að móðir Elísa­bet­ar drottn­ing­ar hafi verið mikið fyr­ir sop­ann og oft­ar en ekki var grín­ast með að hún væri með „hol­an fót­legg“ sem tæki við öllu magn­inu.

Orðið á göt­unni seg­ir jafn­framt að Elísa­bet Bret­lands­drottn­ing drekki fjóra kokteila á dag. Í bók­inni „Long Live the Qu­een! 13 Ru­les for Li­ving from Britain's Longest Reign­ing Mon­arch“, eft­ir Bry­an Kozlowski, bend­ir hann á að drottn­ing­in hafi erft drykkju­afl móður sinn­ar og drekki fjóra kokteila á dag, þann fyrsta rétt fyr­ir há­degi.

En þetta eru allt óstaðfest­ar heim­ild­ir, og seg­ir Kozlowski að drottn­ing­in drekki þó reglu­lega og það gæti jafn­framt verið leynd­ar­málið á bak við lang­lífi henn­ar og and­lega líðan. Hann seg­ir einnig að fólk sem býr á svo­kölluðum „blá­um svæðum“ í heim­in­um drekki dag­lega til að minnka stress. Hann vitn­ar þá í Dan Bu­ettner sem hef­ur rann­sakað lífs­stíl fólks á blá­um svæðum – og trú­ir því að einn drykk­ur í lok dags dragi úr streitu og sé al­mennt góður fyr­ir heils­una.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert