Bakaði fallegasta brauð sem sést hefur

Ljósmynd/Elenora Rós

Við hér á mat­ar­vefn­um þykj­umst af­burðasmekk­legt fólk upp til hópa og telj­um okk­ur hafa yf­ir­burðavit á því hvað telst ægifag­urt og hvað er hrein­ræktað fúsk.

Upp­á­halds­bak­ar­inn okk­ar, Elen­ora Rós, bakaði brauð sem hún kall­ar graskers­brauð, sem er svo fal­legt að hjartað tók bók­staf­lega auka­slag af hrifn­ingu. Elen­ora sendi okk­ur góðfús­lega mynd­ir af brauðinu til birt­ing­ar ásamt aðferðinni en þeir sem vilja fylgja henni á sam­fé­lags­miðlum geta gert það HÉR.

Aðferðin er svo svona:

1. Byrjið á að finna garn eða band sem má fara í heit­an ofn­inn, t.d. slát­urg­arn.

2. Klippið fjög­ur frek­ar löng bönd sem ná all­an hring­inn í kring­um deigið. 

3. Raðið bönd­un­um þannig að átta þrí­hyrn­ing­ar mynd­ist. Fyrst í kross og svo í X. 

4. Hvolfið í hef­un­ar­körfu og lagið bönd­in þannig að þau séu aft­ur bein.

5. Bindið öll bönd­in inn að miðju.

6. Skerið fal­lega í deigið.

7. Setjið deigið í ofn­inn og bakið. 

Ljós­mynd/​Elen­ora Rós
Ljós­mynd/​Elen­ora Rós
Ljós­mynd/​Elen­ora Rós
Ljós­mynd/​Elen­ora Rós
Ljós­mynd/​Elen­ora Rós
Ljós­mynd/​Elen­ora Rós
Ljós­mynd/​Elen­ora Rós
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert